Veiðiþjófnaður

Skyldi vera heimilt að veiða eins og hver vill í ám og vötnum Evrópu. Ég efast um það. Aftur á móti er þægilegt að skjóta sér bakvið þekkingarleysi. Auðvita veit fólk að það má ekki veiða í ám og vötnum nákvæmlega eins og mér myndi ekki detta í hug að fara á veiðar í skógum Póllands án leyfis. Það er síðan umhugsunarvert að við erum að verða aðkomu þjóðin í eigin landi og það er tekið stinnt upp ef að við höfum eitthvað við það að athuga. Ef eitthvað leiðir til rasisma og árekstra hópa er það stöðug undanlátsemi gagnvart sérþörfum og sérréttindum hópa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í sumum löndum má veiða í hvaða á og vatni sem er í öðrum ekki.  En hvað sem því líður, þá ber mönnum að fara að lögum þess lands, sem hann er í.  Það er alveg merkilegt að ef menn vilja gera innflytjendum grein fyrir því að þeir eigi að fara að landslögum, þá eru menn orðnir rasistar og eitthvað þaðan af verra.  Ég er sannfærður um að það sé verið að "nýta" sér það að vera útlendingur og "fáfræði" þegar sami maður er tekinn tvisfar fyrir veiðiþjófnað í Elliðaánum.

Jóhann Elíasson, 23.7.2007 kl. 22:47

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég þarf að finna einhverja til að "klukka" Þú verður fyrir barðinu á mér.  Góða helgi.

Jóhann Elíasson, 29.7.2007 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband