Forræðishyggja

Vinnu umræðan snýst í dag um boð og bönn vitringana sem vita hvað er best fyrir aðra og þar á meðal bann við kjöltudansi sem er jú sett til að koma í veg fyrir mansal að því sagt er og líka vændi og virðast flestir á því að þetta sé enn eitt dæmið um forræðishyggju og kolrangar áherslur hvað hefur bann við einkadansi að gera með að stoppa mansal nákvæmlega ekki neitt. Eða eins og einn sagði í umræðunum.
Afhverju ráðast þeir sem að allt þykjast vita ekki að rótum vandans sem í þessu tilfelli er mansal og vændi að banna einkadans til að bjarga málunum er eins og að banna reipi til að koma í veg fyrir fjallgöngur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þau rök eru sífellt notuð gegn kynlífsiðnaðinum að hann sé samnefnari við mannsal og þræla.

Afhverju eru sömu rök ekki notuð gegn ýmiskonar neysluvarningi eins og íþróttaskóm og -fötum, fótboltum ofl. sem vitað er að eru framleidd af þrælum í asíu og Indlandi, oftar en ekki á barnsaldri?

Mannsal og þrælkun er ólögleg og sjálfgefið að eigi ekki að tíðkast. En þegar ekki er um það að ræða, eins og er líklegast raunin í flestum tilfellum, afhverju meiga konur ekki selja aðgang að líkama sínum ef þær vilja það frekar en eyðileggja á sér hendur og bak við færiband?

Hver hefur rétt til að banna konu að gera það sem hún vill við líkama sinn, er það ekki í algerri mótsögn við kvenréttindi að konur hafi ekki fullt og óskorað vald yfir líkama sínum?

Þór (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband