Er rétt reiknað.

Það vekur alltaf furðu mína þegar ég sé að á útboðsmarkaði verk fara á 60 til 70% af reiknuðu kostnaðarverði. Jafnvel stórverk upp á hundruð milljóna. Hvernig stendur á þessu á þenslu tímum hvernig geta menn sparað 107.000 000 kr. af rúmlega 220 000 000 kr. verki og hvernig geta menn sparað tæpar 400 000 000 í rúmlega 1400 000 000 verki Hærri tölurnar eru kostnaðar áætlanir verkfræðinga og hönnuða sem ætla má að séu  byggðar á tölum úr raunveruleikanum. Er þetta merki um að fyrirtæki búist við miklum samdrætti og séu að tryggja sér verkefni til að lifa af komandi samdrátt. Er pottur brotinn í launakjörum eða eru verkfræðingar að reikna vitlaust.Það er alvarlegt mál ef framundan er mikill samdráttur. Það steypir mörgum sem nýlega hafa fest sér húsnæði í gjaldþrot. Samdráttur veldur verðfalli á húsnæði sem getur leitt til keðjuverkunar verðfalla og gjaldþrota á lánamarkaði.Er þetta misræmi vegna þess að launakjör gefin út í opinberum tölum eru ekki virt. Þessar tölur eru úr þeim geira þar sem að mest er um influtt vinnuafl. Ég hef ekki séð neinn áhuga hjá verkalýðsfélögum til að athuga það mál. Þó má  geta  þess að um annað þetta útboð birtist frétt frá Félagi Járniðnaðarmanna. Getur verið að ávinningur af auknum fjölda greiðanda félagsgjalda hafi birgt þeim sýn um hvað er í gangi á markaði.Ef þetta er vegna þess að útreikningar eru rangir þarf að endurskoða menntun séfræðinga okkar eða þá að endurskoða þær tölur sem að baki liggja.  Ég tel að menntun sérfræðinga okkar sé í góðu lagi og þeir séu meðal færustu sérfræðinga á sínu sviði.Séu tölurnar sem þeir byggja reikninga sína á  rangar er það alvarlegt mál vegna þess að þær hljóta vera sóttar úr þeim gagnagrunnum sem að vísitölur eru reiknaðar úr svo að ef að raunkostnaður er allt að 30% lægri en áætlanir, má segja sér að vísitölur sem að stjórna lánunum okkar séu allt of háar og við séum að borga rangar greiðslur af lánum okkar. Það er hægt að álíta að þetta sé gott mál, verk eru ódýrari þannig að það sparast peningur sem kemur neytendum til góða. Ekki að mínu áliti. Tökum dæmi:
  • Sé reiknaður kostnaður í eplatínslu 1 kr per epli samkvæmt fyrri reynslu og vísitölum þá má ætla að tilboð í verkið séu nálægt þeirri tölu en ef einhver býður 60 aura í verkið þá verður það ekki gert nema að  lækka launakostnað og hvað sem hver segir er ekki hægt að ná niður launakostnaði nema að auka afköst ná niður launum eða tæknivæðast. Við skulum vona að viðkomandi fyrirtæki taki í notkun nýja tækni en ráði ekki til sín vinnuafl á launum undir markaðsverði. Ef að kostnaði er ekki náð niður verður fyrirtækið einfaldlega gjaldþrota. Skilar síðan þessi lækkun sér til eplaneytanda  í fæstum tilfellum  að mínu mati.
Hvernig sem á málin er litið sé ég ekki neitt gott við undirboð á markaði. Sparnaðurinn virðist ekki fara út í verð til neytenda ríkið tapar skattekjum af þeirri upphæð sem vantar. Starfólk missir tekjur sem að skila sér í minni veltu í þjóðarbúinu og  verri afkomu. Verði fyrirtækið gjaldþrota lendir sá kostnaður á fólkinu í landinu. Eða hver man ekki nöfn eins og Hagvirki, SH Verktakar og Vélsmiðjan Gils. Og hvað veldur svo þessum hugrenningum? Jú það er 12 maí sem er skammt undan. Ég vil ekki ástand hér eins og var snemma á níunda áratug síðustu aldar með atvinnuleysi og stöðnun. Þess vegna hugnast mér sú stefna Frjálslyndra að halda áfram að efla atvinnu, sérstaklega þar sem þess er þörf, yfirfylla ekki vinnumarkaðin heldur hafa stjórn á innflæði vinnuafls, breyta kvótakerfinu, ásamt mörgum öðrum góðum málum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband