Að hitta naglann á höfuðið.

Trevor hittir naglann á höfuðið og kafrekur hann.
Þetta er raunsönn lýsing á þeirri umræðuhefð sem hefur skapast eða eiginlega algjörum skort á umræðuhefð.
Það lýsir ástandinu að sá sem hefur gert fréttina tekur sérstaklega fram að Trevor sé ekki bara vinstri maður heldur líka blökkumaður og þá fyrst er óhætt að skrifa fréttina sennilega án þess að verða kallaður öllum illum nöfnum. Það sýnir hvað óttinn er orðin mikill við að ræða skoðanir sem að ekki eru mainstream og enduróma að allt sé svo fallegt og bjart við þau samfélög og þá þróun sem að þau ganga i gegnum núna.

Hvet fólk til að lesa þetta, hér er góð greining á þessu máli ein besta sem að ég hef lengi séð. Við þurfum ekki að leita lengra en í ummæli Ásmundar og viðbrögð við þeim og hvernig ummæli um skipulagmál urðu að hamförum í síðustu kosningum.

Það er orðin viðtekin venja að kaffæra fólk með öfgastimplum ef skoðanir þess falla ekki í kramið hjá hinum útvalda hópi sem flest veit betur en aðrir, eða telur sig alla vega vita betur.

 

 


mbl.is Barðir niður með rasismakylfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband