Varnir eða ógn ?

Ég get ekki gert að því að mér finnst við hljóma orðið hjákátlega í þessari Rússagrýlu herferð. 
Rússar eru engir englar en bandamenn vorir ekki heldur um það bera vitni tölur látinna á Gasa, ástandið í Libíu, Sýrlandi, og hvaðan skildu vopn ISIS samtakana hafa komið það skildi þó ekki vera að þau væru vestræn vopn, sem dælt hafi verið inn í Sýrland til að bylta Assad. 
Síðan til að bjarga málunum er vopnum dælt til Kúrda sem hafa eldað grátt silfur við Tyrki og þeim erjum er ekki lokið.

Síðan er skrýtið hvað umræða um vélina sem skotin var niður hefur hljóðnað það skildi þó ekki vera fótur fyrir því sem haldið hefur verið fram á vefmiðlum að hún hafi í raun verið skotinn niður af Úkraínskri orrustuvél.

En eftirfarandi setning og hún ekki frá Rússum segir ansi margt finnst mér.

"Svo lengi sem Rúss­ar fara ekki eft­ir grund­vall­ar­regl­um okk­ar get­ur sam­starf NATO við Rúss­land ekki fallið í eðli­legt horf.“  

Hún þýðir einfaldlega ef Rússar gera ekki eins og við viljum þá hafi þeir verra af. Er hægt að tala um að ríki með þá stefnu að ef önnur ríki gera ekki eins og þau vilja hafi þau verra af stundi varnarstefnu. Mér finnst það hljóma líkara útþenslu og stríðæsing heldur en eflingu varna. 

 


mbl.is Evrópuríkin þurfa að efla varnir sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband