Skrítnar aðgerðir

Fyrir þá sem að nenna að lesa annað en það sem er matreitt ofan í okkur verða þessar refsiaðgerðir skrítnari og skrítnari.
Bandaríkjamenn sögðu strax að þeir hefðu sannannir, þær hafa ekki verið sýndar enn.
Rússar komu með myndir sem hafa fengið ótrúlega litla umfjöllun en þær benda á aðra atburðarrás en vestræðnir fjölmiðlar dæla ofan í okkur. Andstuttir fréttamenn gefa í skyn að illa sé farið með líkin möguleiki sé á að svörtu kassarnir séu skemmdir og margt annað sem síðan er hrakið í litlum undirmáls fréttum, en engar sannannir höfum við séð enn. Síðast sagði USA að þeir hefðu sannanir um að Rússar hefðu ætlað að selja aðskilnaðarsinnum vopn en af hverju sína þeir þá ekki eitthvað af öllum þessum sönnunum.
Þetta er eiginlega farið að bera keim af einhverju allt öðru en mannkærleika og réttlætis ást og orðið jafn pínlegt á að horfa og leitina að efnavopnum Saddams sem aldrei hafa fundist og því innrásin í Írak byggð á lygum og þeim vestrænum. 
Það er ótrúlegur tvískinnungur finnst mér að hin sömu ríki og hafa skilgreint aðskilnaðarsinna í Úkraínu sem  hóp sem ekki má styðja vegna þess að hann er eitthvað mikið verri en allir aðrir andspyrnu hópar, þau hin sömu ríki studdu hið svokallaða vor og sendu vopn í allar áttir vor sem að breyttist í vetur og síðan selja þau öllum sem vilja bylta Assad vopn sem flest lenda sennilega hjá ISIS samtökunum.
Nefnum svo ekki hverjir styðja hvað á Gasa. Verst af öllu er þó undirspil og einhliða fréttaflutningur metnaðarlausra fjölmiðla.

Ég hef hingað til verið talin frekar hallur undir kapítalisma og vestrið en það er óðum að breytast eftir því sem að maður fylgist betur með og verður  meira bit á hvað í raun stór hluti heimsins flytur með. Fyrir mörgum árum ekkert svo fjarri þessum tíma árs héldu gagnrýnislausir fjölmiðlar þess tíma trúir stjórnvöldum því fram að ríki eitt væri sífellt með skærur á landamærum annars að lokum var það nóg ástæða til að rúlla yfir landamærin og heimstyrjöld var hafin. Erum við virkilega gjörneydd langtíma minni ég eiginlega held það.

En ég tel að allir þar á meðal fölmiðlar og misfærir pólitíkusar ættu bara að bíða rólegir þangað til að rannsókn er lokið. Það þarf ekki lengi að leita á netinu til að finna blaðamanna fund sem að Rússar heldu þar sem kemur fram að Úkraínsk orrustuflugvél hafi verið skammt frá vélinni um það leiti sem að þessi atburður varð. Ekki er ég sérfróður en ég sé ekki betur en að á myndum af flakinu séu skotgöt og þau inna á við en eins og ég segi þá er ég ekki sérfóður um svona mál en tel að það eigi að bíða hlutlausrar rannsóknar á því hvað skeði í raun en ekki að nota þennan atburð í pólitískum tilgangi.  


mbl.is Rússar beittir refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ármann Birgisson

Gott blogg Jón. Algjörlega sammála.

Ármann Birgisson, 27.7.2014 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband