Trúverðugleiki fjölmiðla.

Þetta sorglega mál hefur leitt í ljós að mínu mati tilvistar vanda nútíma fjölmiðlunar sem að miklu leiti virðist vera fólgin í því í dag að reyna að skapa söguna í stað þess að segja frá henni og greina hana. Það væri til dæmis verðugt verkefni fyrir fjölmiðlun að fræða okkur á því hvaða sérþekkingu eftirlitsnefnd ÖSE hefur um flugslys og greiningu þeirra.

Hægt væri að benda á dæmi um þetta í fréttum af þessum hörmungar atburði en viðkomandi er þeirrar skoðunar að það eigi að biða niðurstöðu færustu sérfræðinga áður en nokkur dómur er felldur og að svona atburði eigi að umgangast með hógværð og virðingu. 


mbl.is Segja skrokk MH17 götóttan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Heldurðu virkilega, að það séu viðvaningar sem eru að rannsaka slysið? Heldurðu að OSCE sendi bara einhverjar skrifstofublókir á slysstað sem fari með fleipur um að það hafi verið átt við sönnunargögn? Eftirlitsteymið frá OSCE eru að sjálfsögðu sérfræðingar í flugslysum sem eru alveg óháð yfirvöldum einstaka ríkja og leita aðeins sannleikans.

Það er hlutverk fjölmiðla að skýra frá því sem er að gerast og hingað til hefur mér þeim hafa farizt það vel úr hendi í þessu tiviki og einmitt ekki verið að skálda neitt. En það er ekki hægt að meina neinum að leiða hugann að því hverjir séu líklega sekir um þennan glæp. Og allt sem hefur komið fram bendir óneitanlega til þess að uppreisnarmenn hafi skotið vélina niður með flugskeytum sem voru fengin frá rússneska hernum.

Ef þeir væru saklausir, þá hefðu þeir gert allt til að verja slyssataðinn raski til að hægt væri að slá því föstu á öruggan hátt. En þeir gera þveröfugt, þeir eyða sönnunargögnunum. Auðvitað mun rannsóknin leiða í ljós sannleikann um hver skaut niður vélina, en sú niðurstaða mun sennilega ekki koma á óvart.

Aztec, 27.7.2014 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband