Að syna fordæmi.

Cameron segir.

"Hann segir að ef það verði staðfest að aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafi skotið hana niður beri rússnesk stjórnvöld ábyrgðina"

Það er alveg rétt hjá Cameron en hann ætti að hafa í huga að á sama hátt bera þá vestræn stjórnvöld  ábyrgð á dauða Palestínumanna sem að falla á Gasa, uppgangi  Isis samtakana og mörgu öðru sem er síst betra og jafnvel verra en Úkraína og þau hafa stutt svikalaust. Telji menn að ég hafi rangt fyrir mér með ISIS samtökin þá hef ég bjargfasta trú á að vopn þeirra séu komin frá stuðningi vesturveldanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi og sé svo þá bera vesturveldin ábyrgð á morðum þeim sem ISIS hafa framið samkvæmt því sem Cameron segir sjálfur. 

Síðan en ekki síst þá er það mitt álit að vestrænir leiðtogar hafi verið ansi duglegir við að efla þessi átök sem eru farin að minna á aðdraganda fyrri heimstyrjalda. Því miður held ég að ástæða þess sé ekki mannkærleikur heldur eitthvað annað.

En horfi maður framhjá þessum hörmulegu atburðum og bara á fréttaflutning af þeim, er umhugsunarvert hvað orðið hryðjuverkamaður er orðið fréttamönnum tamt það er allt orðið hryðjuverk.
Sá sem að ver börnin sín lífskoðanir og fjölskyldu en er ekki sammála því sem að stórveldi vestursins vilja viðskiptalega og stjórnmálalega hann er umsvifalaust flokkaður sem hryðjuverkamaður af vestrænum fjölmiðlum og pólitíkusum án nokkrar greiningar á málinu.

Ef Cameron og aðrir vestrænir leiðtogar vilja að aðrir sýni ábyrgð ættu þeir að ganga á undan með góðu fordæmi og hætta afskiptum af öðrum ríkjum sjálfir, þá yrði heimurinn skjótt aldingarðurinn Eden á ný. 

Við höfum nefnilega ekki verið neinir eftirbátar annarra í að skipta okkur af stjórnarfari og breyta því í öðrum ríkjum en skýrum það gjarnan nöfnum með tilvísun í eitthvað eins og vor, þó það þíði í raun hálfgerðan frostavetur fyrir íbúana eftir að við höfum lokið okkar afskiptum af stjórnarfarinu.


mbl.is Vill herða refsiaðgerðir gegn Rússum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heimurinn hefur aldrei verið eins og Eden og verður það vonandi aldrei. Þetta ævintýri bókstafstrúarmanna fjallaði um par sem öðluðust þekkingu og var þess vegna hent út af ímynduðum guði. Aldingarðurinn Eden er táknmynd fáfræði og heimsku.

.

En fréttin fjallar um Úkraínu og brezk stjórnvöld eru í fullum rétti til að gagnrýna valdastefnu fjöldamorðingjanna í Kreml. Hins vegar er það rétt að Bandaríkjamenn bera ábyrgð á öllum dauðsföllum á Gaza jafnt og að rússnesk yfirvöld bera ábyrgð á öllu illu sem gerzt hefur í Úkraínu frá því að uppreisnin gegn strengjabrúðu Putins, Janukovitch, hófst fyrir um 10 árum, þar með talið dauði farþeganna sem jú var framkvæmt með rússnesku flugskeyti sent yfir landamærin. Putin mun ekki geta klórað sig frá þeirri ábyrgð þegar hann fer fyrir dómstólinn í Haag eftir nokkur ár og verður dæmdur fyrir stríðsglæpi. Nema hann taki flýtileiðina.

Að kenna aðskilnaðarsinnum alfarið um dauða farþeganna er eins og að kenna fangaverðinum sem kastaði niður hylkjunum með Zyklon-B í Oswiecim alfarið um helförina.

Pétur D. (IP-tala skráð) 20.7.2014 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband