Hinir nyju launagreiðendur

"Stjórnvöld hafa gefið til kynna að þau séu tilbúin til að gera breytingar á skattþrepum til að boðuð skattalækkun nýtist betur þeim sem eru með lægstu launin."

Í þessari setningu kristallast að mínu mati algjörlega nýr fáránleiki í hinu Íslenska þjóðarleikriti, atvinnurekendum og ASI hefur í kjarasamningum um langan tíma tekist að snúa málunum þannig  að samningar hafa snúist að mestu leiti um hvað ríkið ætlar að gera. Núna hafa þeir fundið alveg nyjan flöt á samningum það er að sækja launahækkanir í vasa annars launafólks.

Gylfi sagði sjálfur í gær að það gæti liðkað fyrir samningum að smá kjarabót sem millistéttin fékk í formi skattalækkunar yrði tekinn af henni og færð þeim lægst launuðu. Það er þá opinber staðreynd að ASI er ekki fulltrúi millitekjufólks í landinu og millitekjufólk þarf að gera sér grein fyrir því. 

Samningar snúast um að taka þær litlu skattalækkanir sem millitekjufólk fékk og nýta þær til að hækka laun lægst launuðu þó að þetta sé ekki mikil upphæð á fólk í lægri skala millitekjufólks þá munar um hverja krónu og eins fyrir láglaunafólk en þeirra kjarabót á að koma frá atvinnurekendum en ekki öðru launafólki.

Ég spyr mig hvers vegna stjórnvöldum ASI og atvinnurekendum er svona illa við millitekjufólk því þeim er er það annað er ekki að sjá.
Það má ekki viðurkenna að það hafi í raun verið stolið af þeim með því að leiðrétta stökkbreytt lán alla vega ekki þeim sem enn ná að borga
Það má ekki lækka skattþrep um örprósentu til að rétta hlut þess og það er fleira hver silkihúfan kemur nú fram og sefi að þetta sé ekkert sem fólki munar um en samt er þetta upphæð sem á að bjarga öllu allt frá fjárlögum til kjarasamninga,

Það er komin tími á að millistéttin stofni sitt eigið afl það er enginn sem að ver hagsmuni þessa hóps

 

 

 


mbl.is Umræða um fjárlög hefst kl. 14
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband