Laun kjörinna fulltrúa.

Þetta vandamál er örugglega víða og það er aldrei sátt um þessar hækkanir. Eiginlega ótrúlegt að ekki skuli vera búið að þróa launastiga sem leysir þetta vandamál. Ég er þeirra skoðunar að það ætti að innleiða launauppbyggingu eins og tíðkast á sjó. Þá eru lægst launuðu stéttirnar með stuðulinn einn og við getum sagt að hæst launuðu séu með stuðulinn 4 ég held að fjórföld lágmarkslaun séu bara ágæt fyrir efri stéttir. Síðan mætti aðlaga skattþrepin þessu og hafa þau 4 líka og það fyrsta skattlaust. Þetta myndi spara fé og auka einingu hægt væri að leggja niður kjararáð og nefndir og allt launakerfi yrði einfaldara. Auðvitað myndu einhverjir telja það að þeir séu svo verðmætir og beri mikla ábyrgð að þeim beri meiri laun en þetta. Þeim rökum var alla vega beitt til að réttlæta ábyrgð framsækinna útrásarmanna fyrir hið svokallaða hrun. Það er varla hægt að banna það en innleiða mætti 5 skattþrepið á laun umfram fjórföld laun. Þetta myndi losa fólk við þetta eilífa þras um laun þingmanna og samsvarandi stétta og að mínu mati er enginn einstaklingur  fjórum sinnum verðmætari en annar.


mbl.is 11% launahækkun breskra þingmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband