ASI styður skattahækkanir

Að mínu mati er orðið ljóst að ASI styður skattahækkanir á félagsmenn sína.
Skattur er peningur sem tekinn er af okkur og ráðstafað án þess að við höfum eitthvað um það að segja, lífeyrissjóðsgreiðslur eru því ekkert annað en skattur að mínu mati því þetta á við um þær.

Þvi er ljóst að með því að krefjast hækkunar lífeyrisgreiðslna styður ASI skattahækkanir.
Það er líka ljóst að þessar hækkanir dragast frá launahækkunum sem að fólki veitir ekkert af til að eiga fyrir salti í grautinn og fyrir hækkandi lánum.
Fyrirtækin hafa bara ákveðið bolmagn til launahækkana og þessar hækanir koma þar til frádráttar.
Það má muna þátt forustu ASI í því að hindra að komið væri böndum á verðbolgusprengjuna í hruninu það má eiginlega aldrei gleymast að samtök okkar skildu standa ámóti því að hemill yrði settur á vítisvélina.

Ég er ekkert hissa á að ASI og SA nái vel saman um þetta atvinnurekendur geta þá slegið sér á brjóst vegna gæða við almúgann en eru að borga í sjóði sem að þeir hafa  umráð yfir með verkalýðsforustunni í stjórnum þeirra  meðan hinn almenni lífeyrissjóðseigandi hefur ekkert um þetta að segja.  

Ég veit ekki til þess að ég hafi léð máls á því við mitt félag að ég setti fram kröfu um hærri greiðslur til lífeysisjóða.
Ég set fram kröfu um hærra kaup svo ég geti greitt af lánunum mínum.
Ég set fram kröfu um höft á vírisvél verðtryggingar.
Ég set fram kröfu á að ASI standi vörð um hagsmuni félagsmanna sinna.
En ég hef aldrei sett fram kröfu um að ég borgi meira í lífeyrissjóð og það er samtökum launafólks vel lýst að þau skuli einmitt setja þá kröfu á oddinn.

Þeir eru búnir að vera áskrifendur að hluta launa minna alla mína starfsævi lofað öllu fögru og vilja nú meira ég segi NEI.

Því er haldið fram að þetta sé til að ekki þurfi að koma til skerðingar á greiðslum til mín þessi greiðsla verði til þess að þess þurfi ekki.
Ég segi skerðið þið bara og þessi greiðsla fer í séreignasjóð það kemur í sama stað niður ef þið eruð að segja satt núna.
Ef þið hafið ekki getað gætt þeirra peninga sem ég hef afhent ykkur af brauðstriti mínu þá læt ég ykkur ekki hafa meira.

Málið er nefnilega að það er ekkert traust lengur á þessum apparötum og enn minna á þeim sem eru við stjórn í þeim.

Sennilega þurfa launþegar að fara að velta því fyrir sér að nýta félaga frelsið og flykkja og ganga  í Verkalýðsfélag Akranes.

Það er síðan talmönnum hreyfinga launþega til háborinnar skammar mörgum hverjum að í hver sinn sem þeim er mælt í mót ásaka þeir þá sem svo gera um skort á samkennd gagnvart  öryrkjum og eldra fólki sem er algjör rökleysa þegar verið er að mótmæla þeirra eigin getuleysi og hugsunarleysi gagnvart umbjóðendum sínum.


mbl.is Þing ASÍ felldi tillögu um séreign
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Launþegar þessa lands misstu af góðu tækifæri þarna. Ég er þess fullviss að Ragnar Ingólfsson hefði hrist duglega upp í annars hálfdauðu kerfinu.

Jóhann Elíasson, 19.10.2012 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband