Nyir tímar versus gamlir.

Það er mikið talað um að leggja niður gamla siði og hefðir og ýmislegt sem tilheyrir fyrri árum um þessar mundir við nútímafólk vitum flest svo miklu betur en forfeður okkar ömmur og afar.

Eitt af því sem hefur verið skorið niður við trog er að halda niðri ref og mink á landinu þetta var gert  öfluglega á árum áður og þekkir undirritaður það á eigin skinni þegar honum hlotnaðist sá heiður að vera aðstoðar maður refaskyttu uppsveita Borgarfjarðar í nokkur ár þá enn á því sem í dag er kallað barnsaldur og í dag væri unglingum á þeim aldri ekki leyft svona lagað og fara því á mis við ævintyri eins og þetta var.
Þetta telur undirritaður til einna af gæfum sínum að hafa fengið að labba um í náttúrunni vaka um nætur á grenjum moka minka úr holum og fræðast af fróðum manni um fugla og dyr það er ekki margt sem slær út söng Himbrima á kyrru heiðarvatni um það leiti sem sól rís og situr í minningunni alla ævi.

Þessi veiði var að því er ég tel stunduð til að halda því sem menn kölluðu dyrbít í skefjum og reyna að koma í veg fyrir eins og hægt var atburði af þesu tagi ég man vel hvernig amma mín talaði um dyrbítana sem legðust á lömbin skolli var ekki á hennar lista yfir uppáhalds dyr.

Það er ekki við tófuna að sakast hún er jú að leita sér fæði og fylgir sínu náttúrulega eðli og eftir því sem henni fjölgar þá verður minna til skiptanna rétt eins og hjá okkur mannfólkinu því má búast við sona sjón þegar henni er boðið upp á matföng af þessu tagi.
Það er hins vegar ófögur sjón að koma að skepnu sem vargur hefur komist í hvort sem er tófa eða vargfugl.
Það situr lengi í manni að koma að afvelta lambá sem búið er að éta sig inn í kviðin á og kroppa úr henni augað og enn er lífsmark með skepnunni og lambið hleypur í kring um hana. Sá atburður leiddi til nokkra morðtilrauna á bæjarhrafni heimabæjarins þó sennilega alsaklaus væri en sættir náðust þó þegar tímar liðu og hrafninn lifði vegna lélegra veiðihæfileika viðkomandi.


En nóg um það. Það sem ég á við með gömlum hefðum eins og þessari er að það er nauðsynlegt í þeirri styrðu veröld sem við búum í að halda vargi í skefjum eins og gert hefur verið öldum saman nema að við viljum sjá fleiri svona dæmi. Dæmi sem eru í raun eðlilegur hluti náttúrnnar þar sem barist er um brauðið án nokkrar miskunnar því sú barátta snyst um grunn lífsins þörfina að lifa af. Skipulögð veiði til að halda niður fjölda skapar meiri fæðumöguleika fyrir hvern einstakling og minni hættu á svona atburðum friðun vargs er því að mínu mati og minni skoðun byggð á vanþekkingu á hinu sanna eðli náttúrunnar.

Síðan er það mín skoðun að eitt af vandamálum dagsins í dag á mörgum sviðum sé hve lítið er litið til fortíðar þegar verið er að taka ákvarðanir heldur þær oft teknar með vissu hins alvitra nútímamans að hann viti allt best.


mbl.is Étin lifandi af tófum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband