Langt út fyrir rammann

Kosningar og ákvörðunarréttur fólks er heilagur réttur í lýðræðisþjóðfélögum.

Það að samtök fjármálafyrirtækja skuli leyfa sér að lýsa yfir áhyggjum af því hvort að fólk fær að nota hinn lýðræðislega rétt sínn eða ekki vekur í huga mér upp þá spurningu hvort að þessi fyrirtæki séu í raun orðin hættuleg lýðræði og þar með fólkinu í lýðræðisríkjunum.

Það að þau leyfi sér að lýsa þessu yfir og ekki síst að þau hafi sérstakar áhyggjur að því ef sagt sé nei (má eiginlega skilja sem hótun um að það eigi að segja já eða hafa verra af)
Það að þau opinberi þessa skoðun sína finnst mér bera merki um að þau hafi nú þegar lagt hina pólitísku stétt að velli og hafi hana í hendi sér eins og brúðumeistarar í leikhusi.

Ég hef ekki áhyggjur að lýðræðinu en ég hef orðið áhyggjur að þeim sem vilja það feigt og að menn og konur verði að halda vöku sinni og standa vörð um það en fljóta ekki sofandi að feigðarósi.


mbl.is Bankar hafa áhyggjur af þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Já, og þú hefur svo sannarlega rétt fyrir þér að hafa áhyggjur af lýðræðinu. Þegar andstaða almennings gagnvart málefnum sem lögð eru fram á alþingi er slík, að í raun ætti að vera sjálfgefið með þjóðaratkvæðagreiðslu, þá finnst þessu fólki á þingi að það hafi betur hugsun og rétt til þess að kjósa eða ákveða hvað er þjóðinni fyrir bestu. Í tvígang reyndi þetta fólk sem á alþinig situr, að koma þjóðinni í skudlaklava ICESAVE, þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar væri því andvígur. Við vorum bara svo heppin að hafa forseta, sem hlustaði á óánægjuraddir þjóðarinnar og lét þetta fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnvöldum til mikillar óánægju. Nú liggur fyrir , ekki bara hér heima, að Íslenska þjóðinn sýndi hugrekki og það fyrir almenning á heimsvísu um að það, að er ennþá von fyrir lýðræði og það getur virkað. Eini varnaglinn sem Íslenska þjóðin hafði fyrir þessu rusli sem á þing kemst, var forsetinn okkar. Án hans, væri hér ekkert lýðræði. Bara lýðræðiskrum, sem hentar að tala um á 17,júni.

Með bestu kveðjum

Sigurður Kristján Hjaltested, 28.3.2012 kl. 18:20

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er fátt við þessa kosningu, sem hægt er að kenna við lýðræði. Evrópusambandið gaf út yfirlýsingu strax og atkvæðagreiðslan var samþykkt og gerði mönnum það ljóst að ef sagt yrði nei, þá myndu þeir loka fyrir allar greiðslur á svokölluðum björgunarpökkum sem miða eingöngu að því að fjármagna bankakerfið sem hruninu olli á kostnað almennings. "Björgunarlán" sem eiga að greiðast af skattborgurum á glæpsamlegum vöxtum. Þetta þýðir líka að Evrópskir bankar munu ekki lána Írum og allt mun fara í kalda kol. Semsagt: Submit or Die.

Evrópusambandið er hreinlega að hóta því að leggja Írland í rúst og senda það aftur á miðaldir, ef menn svara ekki rétt og afsala sér fullveldi og fjárráðum til sambandsins. Ógeðslegra verður það ekki.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2012 kl. 19:42

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

sammála Jóni Steinari og öðrum sem mælt hafa hérna

það sem vekur furðu mína er hversu lítið er fjallað um þetta mál 

er þöggun í gangi 

Magnús Ágústsson, 29.3.2012 kl. 02:21

4 identicon

Já það er þöggun í gangi. Það segir allavega Þýskur vinur minn sem býr hér á landi og fylgist með heimspressunni og RUV. Hann segir að þjóðinni sé haldið heimskri með röngum og lélegum fréttaflutningi.

anna (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband