Að drepa málum á dreif

Það verður ekki af Jóhönnu Sigurðardóttur skafið að mínu áliti að hún er snillingur í að drepa málum á dreif kæfa þau í nefnd og þess háttar og félagar hennar í ríkistjórn eru engu betri. Enda hefur þessi stjórn ekki gert neitt og það litla sem hún hefur gert er frekar til tjóns.

Eftirfarandi setning vekur þó sérstaka athygli mína

"Menn eru í ráðherrahópi að skoða hvaða leiðir er hægt að fara án þess að það komi harkalega niður á skattgreiðendum og lífeyrisþegum"

Ég veit ekki betur en að velflestir sem hér um ræðir séu skattgreiðendur margir eru einnig lífeyrisþegar og afhverju minnist hún ekki á þá sem greiða Lífeyrissjóði.

Ég held stundum að stjórnvöld haldi að þau séu stjórnvöld í ríki fjárfesta og aðrir séu ekki til og miðað við stjórnafar hér sem kennir sig við velferð þá langar mig að vita hvernig Íslensk stjórnvöld skilgreina óvelferð.


mbl.is Komið verði til móts við þá verst stöddu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband