Ekki lengur fyndið heldur grátlegt.

Hefur einhver heyrt þetta áður
"Forgangsverkefni næstu mánuða í atvinnu- og efnahagsmálum eru meginefni fundarins"

Þetta er ekki fyndið lengur þetta er bara grátlegt ég er mjög mótfallinn því stjórnarfari sem nú ríkir og hef fátt hlýlegt til þeirra stjórnarliða að leggja.

En ég verð að segja að ég vorkenni þeim skötuhjúum því eftirmæli þeirra stjórnarhátta sem hér ríkja þessa dagana verða sennilega þannig að ættingjum ráðamanna ef ynnt verða eftir skyldleika við forfeður úr stétt ráðamanna vorra tíma, verður líkt farið og postulanum sem að afneitaði frelsara sínum þrisvar til að forðast skens og háðung samborgara sinna.

En þetta veltur auðvitað á því að mín skoðun á því stjórnarfari sem nú ríkir verði ráðandi skoðun þegar fram líða stundir.


mbl.is Ræða forgangsverkefni í atvinnu- og efnahagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Þetta er það eina sem Sf er fær um: Ræða málin. Þessi flokkur gæti talað skrattann ráðalausann en kemur engu í verk eins og sést á stöðu landsmála.

Helgi (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:20

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Jón, nú fer að koma að því að spáin rætist um að hér verði gerð alvöru bylting að vísu á mikilla blóðsúthellinga, en samt ansi skörp þar sem auðvaldsklíkan sleppir ekki þýfinu svo létt eins og við höfum séð í arabalöndunum undanfarið. Við eru líka réttlaus bóndaher, en það kurrar í mönnum núna Jón.

Eyjólfur Jónsson, 26.1.2012 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband