Jafnaðarstefnan

'i Fréttinni segir

"Landsdómsmálið var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun, að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Þau telja að atkvæðagreiðslan í þinginu á föstudagskvöldið muni ekki hafa mikil áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið."

Það er ekkerty sem að getur haft áhrif á viljan til að sitja eins lengi að kjötkötlunum og hægt er til að hægt sé að sanka að sér því sem hægt er meðan tími gefst til. Þetta sést alstaðar í dýraríkinu þegar sloppið er í kræsingar.

Síðan er það þetta sem að mér þykir merkilegt og það er þegar stjórnmála eitthvað er orðið á móti þinglegri meðferð mála

Þingleg meðferð mála hlýtur að vera grunnstoð lýðræðis og síðan vilji til að leiðrétta það sem rangt er gert hlýtur að vera grunnur  réttlætiskendar. Á hvorugu virðist vera skilningur meðal sumra stétta og er þá nema von að stefna þeirra sé að litlu orðin. Alla vega finnst mér skrítið að staða forseta Alþingis sé í hættu af því að þingleg umræða er leyfð.

"Jóhanna vildi lítið tjá sig um stöðu Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, en Ungir jafnaðarmenn hafa harðlega gagnrýnt að hún leyfði þinglega meðferð á tillögu um að ákæran gegn Geir H. Haarde verði felld niður."


mbl.is Landsdómsmálið ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband