Hvenær er það tímabært.

Það hefur vakið mér furðu hvað verkalýðshreyfinginn er róleg þó að öll rauð strik flest loforð og annað hafi verið troðið öfugu ofan í hana aftur svo lengi sem að ég man eftir.

Samningar snúast yfirleitt um að farið er grenjandi til stjórnvalda og samið við þau um eitthvað sem að allir vita að verður aldrei staðið við svo er snökkt smá þegar komið er að skuldadögum fyrir almúgan og svo fara allir saman út að borða þegar því leikriti er lokið og sagan endurtekur sig.

En nú er smá geitungabragur á hreyfingunni ekki út af húsnæðislánum sem eru að sliga fólkið ekki út af atvinnuleysi eða hækkandi framfærslu enda á hreyfinginn orðið hlut í mörgum fyrirtækjum í gegnum lífeyrissjóðina sem að dunda sér við að okra á þegnunum öðru nafni umbjóðendum þessarar sömu hreyfingar.

Nei hvað vakti hreyfinguna jú mér virðist það vera það sem kallað er aðför að lífeyriskerfinu.
Hvers vegna er það dýrmætara en annað. Ég hugsaði þetta lengi og skildi ekki fyrr en ég sá mynd af formanna fundi og öðrum fundum verkalyðsforustunar.

Þá rann upp fyrir mér ljós.

Menn þurfa ekki annað en að horfa á myndir af þessum fundum til að sjá hvers vegna þessir aðilar berjast um á hæl og hnakka til að viðhaldla og bæta við þessi réttindi þó að það þyði miljarða hækkanir á lánum umbjóðenda þeirra.

Hver er ástæðan. Jú það er mín skoðun að það sé vegna þess að stærstur hluti forustunnar  er við það að detta inn á eftirlaunaldur aldur eða komin á hann og því líklega að verja sín eigin réttindi sem eru þá dýrmætari en afkoma maurana neðar í pýramídanum. Skoðið bara myndir af svona fundum og segið að þessi skoðun mín sé alvitlaus .

Ég tel það tímabært að það sé tímabært að viðsemjandi okkar í formi stórnvalda standi við það sem samið er um annars er samningurinn ekki á vetur setjandi að mínu mati.


mbl.is Vonbrigði með ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ástæðan er Ginnungagapuxinn Gylfi sem er handbremsan á Samspillingunni.

Óskar Guðmundsson, 19.1.2012 kl. 23:02

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svo má hafa það í huga að einhverra hluta vegna hefur ALDREI verið ÓRÓI Á VINNUMARKAÐI þegar "vinstri" stjórnir eru við völd eða NEINAR aðgerðir á vegum verkalýðsforystunnar..................

Jóhann Elíasson, 20.1.2012 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband