Að lúta í gras.

Nú er komið að hinum árvissa viðburði.
Verkalýðshreyfinginn lýtur í gras fyrir atvinnurekendum og stjórnvöldum og lætur rölta yfir sig með skítugum skónum og virðist bara þykja það gott. 

Það þarf menn sem komnir eru yfir miðjan aldur til að muna eftir lífsmarki hjá hinum sofandi þurs sem verkalýðshreyfinginn er, ég man eftir því að áður en ég kom á vinnumarkað voru notaðir hlutir eins of verkföll til að sýna viðsemjendum að fólk meinti það sem það segði.

Ég er engin fylgismaður verkfalla en ég er fylgismaður þess að staðið sé við gerða samninga og þegar ríkisvaldið fer á undan með slæmu fordæmi þá er ekki von á öðru en að stjórnsýslan og kerfið sé eins og fúatimbur, því eftir höfðinu dansa limirnir.

Ég er fylgjandi því að boðað sé til allsherjar verkfalls þó í raun hafist lítið út úr því annað en að sýna viðsemjendum okkar að við ætlumst til þess að staðið sé við samninga sem gerðir eru við okkur. "Orð skulu standa" sagði einhverstaðar.
Það ættu líka að vera til nógir peningar í verkfallsjóðum sem ekki hafa verið notaðir í áratugi en gátu staðið undir verkföllum árlega á harðari tímum.

Það skildi þó ekki vera að eitthvað af þeim hafi týnst í útrásinni ekki veit eg það en miðað við verðtryggingu húsnæðislána og vaxtakröfur á  því sem við eigum að borga af lánum okkar hljóta verkfallsjóðir að vera digrir nú um stundir og sjálfsagt að hleypa þeim í hagkerfið.?

Það gæti einfaldlega verið allsherjarverkfall um þá kröfu að þeir sem ekki stóðu við sitt segðu af sér og boðað væri til nýrra kosninga.

Forustumönnum verkalýðshreyfingarinnar vil ég benda á að á tímum niðurskurðar mætti athuga með  ódýrari forustu, ég gæti trúað að fá mætti Nígeríska starfsbræður þeirra hingað á kjörum sem að væru hreyfingunni ódýrari en þau kjör sem greidd eru í dag.
Samkvæmt fréttum virðis líka sem að Nígerísk verkalýðsforusta sinni verkefni sínu sem er að standa vörð um hag umbjóðenda sinna og sýna tennurnar ef þurfa þykir. 

Mér fyndist það ekkert ósanngjarnt, mér finnst það ekki valda núverandi forustu andvöku  þó  umbjóðendur hennar hennar tapi störfum í hendur hagstæðara vinnuafls frá gresjum láglauna landa sem hin sama forusta vill ólm komast á beit á. Ég sé því ekki neitt að því að við eins og önnur fyrirtæki fáum að flytja inn þann sérhæfða starfskraft sem þarf í þetta verkefni.
Verkefnið að standa vörð um kjör okkar og þá samninga sem gerðir eru.

Æ hvers vegna ættum við að fara í verkfall það breytir engu er algengt viðkvæði þegar spurt er eða desus jólavisað er að koma.
Skildi þaðvera tilviljun að samningar eru yfirleitt lausir þegar jólavisa eða sumafrí visa fellur skrítið ?????

Hvað ef að þeir sem ruddu brautina hefðu hugsað svona. Hvar værum við þá?


mbl.is Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband