Er ekki komið nóg núna.

Í fréttum RUV er eftirfarandi haft eftir velferðarráðherra

„Þarna er stungið upp á því að það verði hægt að jafna greiðslurnar með greiðsludreifingu. Eða með því að taka minni skammt í byrjun. En útfærslan bíður þess að frumvarpið verði afgreitt, því það er spurning um samkomulag við banka eða lyfjafyrirtæki hvernig komið verður til móts við þennan hóp, en það er mikilvægt að gera það.“

Ég á ekki orð yfir það hve óforskammað þetta l... sem nú situr við stjórnvöl er.
Að velferðarráðherra stjórnar sem kennir sig við velferð, skuli virkilega ljá máls á því að bankar sem  og lyfjafyrirtæki eigi að fara að sjá um greiðsludreifingu til veiks fólks vekur hjá mér ugg um að stjórnvöld gangi ekki heil til skógar.

Að fólk hér á landi eigi að vera upp á miskunn þessara aðila komið með hvort að það hefur efni á lyfjunum sínum er svo súrt að það er ekki einu sinni hlægilegt.
Það að dauðveikur einstaklingur með krabbamein gæti þurft að fara bónleið í bankann sem bauð ofan af honum eða í lyfjasamstæðu í eigu aðila sem  hafa  að mínu mati einokunaraðstöðu á markaði og voru vel innvinklaðir í hrunið. Að það gæti orðið svo að fárveikur einstaklingur yrði að sækja um greiðsludreifingu hjá þeim sem að ég og margir aðrir teljum bófana í málum landsins  til að hafa efni á lyfjunum sínum það er að mínu mati einum of.

Gleymum því ekki heldur að fólk sem hefur lent í gjaldþroti fær varla greiðsludreifingu í banka.

Ég neita að borga skatta til þjóðfélags sem svo illa er komið fyrir og til stjórnvalda sem hafa svona lélega tilfinningu fyrir skyldum sínum við þegnana.

Ég tel orðið að þeir sem stóðu að Búsáhaldarbyltingunni skuldi okkur hinum afsökunarbeiðni og vilji velferðarstjórnin gera þjóðinni eitthvað gott þá væri best að þið segðuð af ykkur og afsöluðu ykkur þeim eftirlaunum sem eru umfram þau laun sem greidd af Tryggingarstofnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband