Að fara eða fara ekki á Austurvöll

Hvers vegna ætti ég að mæta á Austurvöll 1 Október.
Þegar spurt er stórt verður stundum fátt um svör. Ætti ég að mæta til að viðra mig og fá mér kaffi við völlinn eða ætti ég kannski að mæta vegna þess að þegar hrunið varð þá  tryggði ríkið innistæður að fullu sem olli því að  tryggðar voru  2318 miljarðar króna  en tveir þriðju hlutar af skuldbindingu ríkisins við þessa tryggingu  fóru í að bæta  tveimur prósentum einstaklinga og sjö prósentum fyrirtækja innistæður sínar. Þetta voru bætur langt umfram lögboðna tryggingu bætur sem teknar eru af bakinu á mínum líkum. Hefði upphæðin sem tryggð var numið 5 miljónum hefði inneign 95 prósent einstaklinga og 90 prósent lögaðila verið tryggð að fullu. Þessa auka tryggingu er verið að innheimta af mér og mér líkar það ekki Kannski ætti ég mæti til að mótmæla því.

Ætti ég að mæta vegna þess að ég er á móti inngöngu í ESB. Á móti vegna þess tildæmis að, efnahagslögsaga á hafinu kringum Ísland nær 200 sjómílur út frá annesjum og telst vera 758 þúsund ferkílómetrar og koma því circa 2,347 ferkílómetrar handa hverjum Íslending.
efnahagslögsaga Evrópusambandsins er um það bil, 5,3 milljónir ferkílómetra sem svarar til 0,014 ferkílómetra á hvern íbúa. Þetta má ráða af Almanaki fyrir Ísland og grein á netinu, EEZ in Europe eftir Juan Luis Suárez de Vivero, prófessor í háskólanum í Seville.
Ef  Evrópusambandið næði undir sig íslensku efnahagslögsögunni, þýddi það 14% stækkun hennar fyrir hvern íbúa. Íslendingar fengju hins vegar smækkun síns hlutar um 99,3% á hvern íbúa. Mér finnst við bera skarðan hlut frá borði og er því á móti stjórnvöldum að þessu leiti
Ætti ég að mæta vegna þess að mér finnst stjórnvöld hafa svikið allt sem þau lofuðu og tekið sér stöðu með vogunarsjóðum og kröfuhöfum gagnvart fólkinu í landinu.
Ætti ég að mæta vegna þess að ég vil fá leiðréttingu á stökkbreytingu verðtryggðra húsnæðislána sem að étið hafa upp tíu ára vinnu mína og annarra.
Ætti ég að mæta vegna þess að atvinnustefna ríkisstjórnarinnar er í molum ekkert er gert ef það er ekki eitthvað annað og ef það er eitthvað annað þá er eitthvað annað betra.
Ætti ég að mæta vegna þess að stjórnvöld hafa gert ítrekaðar tilraunir til að svíkja þjóð sína með því að troða inn á hana Icesave samningum.
Ætti ég að mæta vegna þess að stjórnvöld settu lög sem björguðu lánastofnunum frá snörunni þegar lánaform voru dæmd ólögleg og skjaldborgin sem lofað var er ekkert nema Potekím tjöld.
Ætti ég að mæta vegna þess að verið er að afskrifa tugi jafnvel þusundir miljóna af sumum meðan aðrir eru bornir út
Ætti ég að mæta vegna þess að verðtrygging er notuð til stórfeldar eignaupptöku hjá mér og mínum líkum og höfuðgerendur í því máli eru sömu aðilar og settu hér allt á annan endann. 

Margt fleira dettur mér í hug sem að mætti tína til á vogarskálar þess að mæta á Austurvöll.
En ég ætla ekki að mæta á Austurvöll vegna neinnar af ofangreindum ástæðum ég ætla að mæta þarna vegna þess að ég er faðir og afi og mér er ljúft að mæta á þeim forsendum og mér ber skilda til að vernda hagsmuni afkomenda minna. Ég get ekki látið það viðgangast að vegna sinnuleysis í mér og minni kynslóð verði skilið við ástandið eins og það er núna breytinga er þörf breytinga sem að verða til þess að afkomendur okkar eiga að geta lifað hér á landi í einu ríkasta þjóðfélagi sem uppi er á þann máta að gæðum landsins sé skipt þannig að allir fái notið sín.Að afkomendur mínir og annarra geti lifað lífinu án þess að þurfa að leggja að baki tveggja ára vinnu á hverju ári bara til að eiga fyrir nauðsynjum. 

Þess vegna mæti ég á Austurvöll mér er sama um það sem að mér snýr en það kemur ekki til mála að skilja rústirnar eftir óhreinsaðar eftir fyrir afkomendur mína og mér ber skylda til að stuðla að nauðsynlegum aðgerðum til að þeirra líf verði betra en forfeðra þeirra.
En ætli maður að mæta þarf maður líka að vita hvað maður vill og mun ég í næsta pistli segja hvað mér finnst að þurfi að gera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband