Bévítans bifvélavirkjarnir

Béin eru að fara illa með okkur þessa dagana bifvélavirkjar vilja ekkert vinna nema svart og bændur framleiða ekki kjöt nema að vilja fá borgað fyrir það.

Það er eitt í þessum fréttaflutning sem að mér finnst vanta að komi fram.
Fréttaflutningi sem að er í raun  samskonar og frétt sem var birt um erfiðleika Góu að ráða í störf fyrir ekki all löngu.

Það sem mér finnst vanta og ekki vera spurt um enda hentar það sennilega ekki birtingarmyndinni sem verið er að reyna a´ð sá í huga okkar það er myndinni af bótaþjófnum sem ekki nennir að vinna:
Hvað borga þessi fyrirtæki í laun það er hverjir eru taxtarnir. 
Hver síðan útseld vinna svo hægt sé að bera það við launagreiðslur.
Hvað mörg þeirra fengu afskrifaðar skuldir eða eru í dag rekin á nýrri kennitölu það er munaður sem að venjulegur maður getur ekki leyft sér heldur verður áfram að eiga við stökkbreyttar skuldir og haga afkomu sinni miðað við það.
Og að lokum
Hvað mörg af þessum fyrirtækjum settu starfmönnum sínum  þá afarkosti í hinni svokölluðu endurreisn að annað hvort lækkuðu þeir í launum eða yrði sagt upp og launalækkunin það mikil að hinar arfaslöku kauphækkanir undanfarið hafa ekki en náð að jafna það.

Það vekur síðan upp spurninguna afhverju ekkert skeður þegar laun lækka en verði hækkun jafnvel minni en lækkunin þá er strax komin verðbótaþáttur. Skrýtið.

Höfundur er ekki bifvélavirki bóndi eða bótaþegi og er því málið ekki skilt


mbl.is Ein umsókn eftir 3 auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef engin væri eftirspurnin eftir svartri vinnu væri hún ekki til. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2011 kl. 17:35

2 identicon

alveg samála þér, vantar gagnrínan fréttaflutning af þessu, það er ekki einu sinni verið að spyrja hver launin eru sem þeir eru að bjóða. það eru alveg til þær fjölskyldur þar sem annar aðilinn hefur mist vinnuna og þau launa tilboð sem er verið að bjóða eru svo nálægt atvinnuleysis bótum að það myndi setja heimilið á hausinn að fara af vinnumarkaðinum og finna tómstundir fyrir krakkana yfir sumarið eða aðra pössun.

það eru alveg til fólk sem er að leika á kerfið en það virkar í báðar áttir.

Bjöggi (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband