Gott að Jóhanna er ekki brúarsmiður.

Það er gott að Jóhanna er ekki brúarsmiður þá er hætt við að hún hefði ekki kallað menn saman til að byggja brú yfir Múlakvísl nema þá kannski að velferð ferðaþjónustunnar skipti meira máli en velferð þeirra Íslensku fjölskyldna sem þurfa á hluta atvinnuleysisbótum að halda. Eða frí þingmanna meira áríðandi en almúginn sem þarf á þessum bótum að halda til að ná endum saman um næstu mánaðarmót.

Kannski er vandamál þessara fjölskykdna að þær eru ekki í ESB og því ekki á áhugasviði hins Íslenska forsætisráðherra en mér finnst að hennar eina áhugamál stefna og aðgerðir snúist um að koma okkur í ESB. Svo er svo sem einnig um alla hina í Samfylkingunni að mínu mati.

Megi þingmönnum okkar líða vel í fríinu sínu með reglulegt launaumslagið inn um lúguna tekið af skattpeningum okkar hinna. Megi þeir slappa af  njótandi góðaveðursins fjarri naggi og nöldri hins almenna borgara sem þarf nú sennilega í nokkrum mæli að athuga aflögufærni foreldra sinna til að komast af um næstu mánaðarmót.

Skildi Jóhanna hafa sagt Merkel frá þessari gleymsku sinni þegar hún var að lýsa Garðarshólma nútímans þar sem smjör drýpur af hverju strái.

Árni Páll fannst síðan í fréttum og sagði okkur að hann hefði alltaf vitað að ástandið væri ekkert að lagast þetta væri nákvæmlega eftir grafinu sem endurbótaáætlunin væri byggð á. Ég held að það sé komin tími til að athuga hvort að umrædd línurit hefur ekki orðið til þegar einhver hrasaði með penna í hendinni við töfluna þannig að krítin fylgdi fallinu og gerði strik beint niður.

En stjórnvöld eru löngu hætt að valda manni undrun getur nokkur maður bent mér á eitthvað sem þau hafa gert sem hefur virkað ??????. Bara eitthvað please.

Þetta stjórnargerpi getur kannski kallað sig velferðarstjórn því velferð má teygja og toga en stjórn fólksins í landinu er hún ekki og verður seint að mínu mati.


mbl.is Óvissa um hlutabætur í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband