Er lýðræðið of dyrt

Fréttablaðið á föstudaginn fjallar um kostnað af fyrirspurnum þingmanna og tekur sem dæmi fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur um utanlandsferðir starfsmanna og embættismanna í ráðuneytum á árunum 2007 til 2010.

Ég legg þann skilning í fréttina að verið sé að sá fræi andstöðu við svona fyrirspurnir því að hún fjallar um þann kostnað sem er af því að svara fyrirspurninni og talið að hann geti hlaupið á miljónum en ekkert er minnst á aðhaldsgildi eða annað varðandi svona fyrirspurnir.

Mér finnst annað miklu fréttnæmara en það er tímin sem að hvert ráðuneyti gefur upp að hafi farið í að svara fyrirspurninni en sá tími er frá  40 til 100 vinnustundir.

Ég hefði talið að í bókhaldi ríkisins væri liður sem að héti greiddir ferða og fæðispeningar og að hann mæti sennilega nálgast með músarsmelli þetta ætti síðan að vera tiltölulega vel greint í bókhaldinu og auk þess hljóta þessar tölur að liggja hjá ríkisendurskoðun myndi ég halda. Það eru alla vega gerðar kröfur um svona bókhald hjá almennum fyrirtækjum.

Það er því stórskrítið að það skuli taka frá heilli vinnu viku upp í tvær og hálfa að keyra út þessi gögn. Ég furða mig á ástæðunni er það vegna þess að bókhaldið er ekki í lagi eða eru ferðirnar og kostnaðurinn svona yfirgengilegur að það tekur þennan tíma að finna út úr þessu eða er verið að draga lappirnar.

En fréttamanni þykir þetta ekkert merkilegt en ég les það út úr fréttinni að hún fjalli um að lyðræðið sé dyrt eða er verið að reyna að venja okkur af því að spyrja elítuna um eitthvað sem að lýðnum á ekki að koma við en okkur kemur þetta við þetta eru okkar peningar sem verið er að nota í þetta peningar sem betur væri varið í heilsugæslu og annað sem nytist fólkinu í landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband