Minn er smá hlessa núna.

Það er gott að Sjóvá passar bótasjóðina og gott er ef þeir hafa alltaf verið passaðir svona vel. En eitt finnst mér svólítið skrytið það er þessi setning.

"Sagði nefndin að meiðsl mannsins yrðu ekki rakin til skyndilegs utanaðkomandi atburðar og skyldi líkamstjón því ekki bætast úr slysatryggingunni"
Mér er spurn ef að það að fá skautklemmu á lappirnar er ekki skyndilegur atburður er það á eitthvað sem alltaf er að ske og verða þá skautklemmur að detta að utan til að það teljist skyndilegur utanaðkomandi atburður og er mikið um utanaðkomandi hluti í fyrirtækjum yfirleitt.

"Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að ekki verði fallist á, að það hafi verið í eðlilegum tengslum við starf mannsins hjá Norðuráli að aðstoða konuna. Ósannað sé að maðurinn hafi brugðist við samkvæmt fyrirmælum verkstjóra eða hópstjóra og því liggi því ekki annað fyrir en að hann hafi sjálfur tekið þá ákvörðun að bregðast við og hjálpa samstarfskonu sinni."

Sé hann maður að meiru að hafa gert og það að hjálpa náunganum hefur mér alltaf fundist vera eðlilegut hlutur af starfslysingu hvers mans.
Samkvæmt þessu dómsorði ættu menn að hika við áður en þeir rétta náunganum hjálparhönd nema það sé gert að skipun verkstjóra og láta því starfsfélaga sína liggja þangað til að þar til bær skipun berst. 

 "Hafi maðurinn ekki sýnt fram á að Norðurál sem vinnuveitandi beri ábyrgð á tjóni hans og ekki heldur sýnt fram á að hann hafi þurft að bregðast við vegna þess að hagsmunir Norðuráls voru í húfi. Var Norðurál því sýknað af bótakröfunni."

Hélt einmitt að tryggingar væru fyrir hlutum sem að erfitt væri að bera ábyrgð á svona hlutum sem að við köllum slys.
Í setningunni að ofan finnst mér hluti hennar um hagsmuni vinnuveitandans mjög athyglisverð það er sem sagt ekki hagsmunir vinnuveitanda að koma starfsfélaga í nauð til bjargar. Hvers vegna er það vegna þess að verkafólk er farið að skipta svo litlu máli eða vegna þess að það má fá nytt fyrirhafnalítið vegna atvinnuleysis. Ég skil þessi orð þannig að líf limir og líðan verkafólks skipti ekki máli nema að fari saman við hagsmuni fyrirtækisins.
Það hélt ég tregur maðurinn að væri ein af gullnu reglunum í rekstri einhvers að hagsmunir allra fara saman.

En gott þykir mér að vita að bótasjóðirnir eru passaðir og fé úr þeim ekki notað nema í ítrustu nauðsyn.

Ég set síðan spurningamerki við launþegatryggingu sem einungis tekur til utanaðkomandi atburða ? Mín reynsla er að sjaldnast verði vinnuslys í fyrirtækjum vegna einhvers sem kemur að utan yfirleitt er um innri atburði að ræða.

En aðalatriðið er að samkvæmt þessum dómi ætti hvern einasti maður að hugsa sig um áður en hann réttir öðrum hjálpar hönd og athuga tryggingarstöðu sína vel og vandlega. Kannski er hér komin skyring á því að æ ofter gerist það að fólk hunsar annað fólk sem að á í neyð. 

Þetta þjóðfélag verður skrítnara með hverjum deginum finnst mér og ég verð að viðurkenna að tröllatrú mín á dómskerfinu fer heldur dvínandi þegar litið er yfir dóma undanfarinna daga.


mbl.is Fær ekki bætur fyrir að hjálpa vinnufélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flestar tryggingar eru fyrir hlutum sem að erfitt er að bera ábyrgð á svona hlutum sem að við köllum slys. Það að ákveða sjálfur að leggja líf og limi í augljósa hættu þegar önnur úrræði eru fyrir hendi kallast ekki slys. Áhættan sem fólk tekur vegna hetjuskapar, heimsku eða sjálfseyðingarhvatar fellur sjaldnast undir almenna tryggingarvernd eða ábyrgð annarra. Ef þú rennur, dettur og fótbrotnar kallast það slys, ef þú heldur að það sé töff að stökkva ofan af svölunum frekar en að nota stigan er það ekki slys.

Hvern einasti maður ætti að hugsa sig um áður en hann réttir öðrum hjálpar hönd eða kastar sér á markstöng og athuga tryggingarstöðu sína vel og vandlega. Ákvörðunin er hans og ábyrgðin oftast líka. Það er ekki endalaust hægt að velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan þegar við klúðrum hlutunum, tímabært að fólk taki ábyrgð á eigin afglöpum...eða kaupi viðeigandi tryggingar. 

sigkja (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 18:31

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Liggur ekki beint við að starfsmenn Norðuráls styðji sinn félaga og boði verkfall þar til fyrirtækið sér sóma sinn í því að bæta manninum skaðann ?

hilmar jónsson, 5.7.2011 kl. 18:55

3 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Staðan er þá svona: Sjái ég mann liggja á gangstétt á ég fyrst hringja í tryggingarfélagið mitt til að fá upplýsingar um tryggingafræðilega stöðu mína og taka - byggt á þeim upplýsingum - ákvörðun um hvort ég komi hinum liggjandi til aðstoðar...

Geðslegt

Haraldur Rafn Ingvason, 5.7.2011 kl. 18:58

4 identicon

Liggur ekki beint við að starfsmenn Norðuráls styðji sinn félaga og samþykki að hluti launa þeirra renni til hans?

Liggur ekki beint við að hneikslaðir bloggarar láti hluta af sínum launum renna í að bæta manninum skaðann?

Liggur ekki beint við að sá axli ábyrgðina sem ákvörðunina tók?

sigkja (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 19:03

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Liggur ekki beint við að sigkja læri stafsetningu ? Ekki síst ef um starfskraft tryggingafélags er að ræða....

hilmar jónsson, 5.7.2011 kl. 19:08

6 identicon

Á ég kannski rétt á bótum fyrir að hafa klúðrað náminu í réttritun?

sigkja (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 19:18

7 Smámynd: Vendetta

Það liggur beinast fyrir að ráðleggja engum manni að sækja um starf hjá Norðuráli, né neinu fyrirtæki sem tryggir sig hjá siðblindingjafélaginu Sjóvá. Mannúðleg sjónarmið eiga alltaf að sitja í fyrirrúmi í sérstökum tilvikum (eins og þessum) auk þess sem þannig sjónarmið skapa goodwill. Nú hafa Norðurál og Sjóvá skapað sér "illvilja" í staðinn og afleiðingarnar verða eins og Haraldur lýsir.

Ég vil líka aðvara alla við því að tryggja sig hjá Sjóvá. Ég gerði það einu sinni og geri það ekki aftur. Þjónustan (framkoma þeirra við viðskiptavini í tjóni) hjá þeim er ekki til fyrirmyndar, vægast sagt.

Vendetta, 5.7.2011 kl. 19:27

8 Smámynd: Vendetta

Það er bráðnauðsynlegt að halda þessu máli á lofti, þangað til réttlætið sigrar.

Vendetta, 5.7.2011 kl. 19:28

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Trúi ekki öðru en að samstarfsmenn mannsins hjá Norðuráli standi með honum og blási til aðgerða gegn fyrirtækinu uns réttlæti næst fram.

hilmar jónsson, 5.7.2011 kl. 19:32

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég tel í sjálfu sér að þetta hafi mest að gera með Sjóvá það er alla vega mín skoðun það er sjaldnast er það nokurntíman tryggingartakinn sem að ræður þessu er það ekki undir tryggingarnefndinni komið. Maður skilur varla hvernig stóð á því að það þurfti að endurreisa félog með almannafé sem að halda svo fast um sjóði sína.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 5.7.2011 kl. 20:35

11 Smámynd: Vendetta

Satt segirðu Jón, þessir 23 milljarðar af almannafé sem Steingrímur svikari stal af alþýðunni til að gefa Sjóvá, er óskiljanlegt. Auðvitað átti Sjóvá að fara eftirminnilega á hausinn. Það er nóg af tryggingarfélögum sem geta fyllt í skarðið.

Sennilega hefur Steingrímur einhverntíma keypt hlutabréf í Sjóvá og hugsaði bara um rassgatið á sjálfum sér. Þetta manngerpi, Steingrím, á einfaldlega að stilla upp við vegg.

Vendetta, 5.7.2011 kl. 20:56

12 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Skaðabótamálið er höfðað var var tvíþætt.

Í fyrsta lagi var farið fram á skaðabótaskyldu Norðuráls á vinnuveitendaábyrgð félagsins. Og í öðru lagi (til vara) að hann ætti rétt á bótum úr launþegatryggingu Norðuráls Grundartanga ehf., hjá Sjóvá-Almennum.

Hvorutveggja hafnað.

Vegna þess, aðallega, að þetta var ekki hluti af vinnunni og verkstjóri hafði eigi beðið hann um verkið. Einnig að tjón samstarfsmanns hafi þegar verið orðið og ekki hafi verið afstýrt neinu tjóni fyrir Norðurál.

Siðlaust skítapakk.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.7.2011 kl. 23:48

13 identicon

Einnig kemur fram að --"Ráðrúm hafi verið til að beita tiltækum tækjum til að lyfta klemmunni en stefnandi hafi hins vegar ákveðið að nýta þau ekki." --- Að starfsmaður ákveði að ráðast eins og óður þurs á yfir 600 kílóa járnstykki þegar tól og tæki eru tiltæk til að vinna verkið getur tæplega skapað öðrum skaðabótaskyldu.

"Reglan um vinnuveitandaábyrgð byggist á því að vinnuveitandi ber ábyrgð á tjóni sem starfsmaður hans veldur með saknæmum og ólögmætum hætti við framkvæmd starfa síns." og á því greinilega ekki við í þessu máli.

sigkja (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 03:32

14 identicon

Er ekkert lengur til sem heitir heiður eða sómi? Þegar lífsháska ber að höndum þá gefst ekki alltaf ráðrúm til að hugsa málið til hlítar. Menn bregðast við eins og skyldan býður þeim. Að hengja sig í tæknileg formsatriði í tilvikum sem þessum ber vitni um ragmennsku. Höfum hugfast að enginn löstur hefur eins mikið blóð á samviskunni og mannleg ragmennska.

Viðbrögð fyrirtækisins eru skammarleg, af þeim má glögglega sjá hversu hátt það metur líf og heilsu starfsmanna sinna.

Sveinbjörn Halldórsson (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 11:24

15 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekkert af því sem að kemur hér fram hefur breytt þeirri skoðun minni að fólk verði í framtíðinni að hugsa sinn gang áður en það rýkur til og hjálpar náunganum hvort að viðegandi tækjabúnaður er til staðar. maður hendir sér td ekki á eftir ósyndum manni ef að björgunarhringur er einhverstaðar nálægur samkvæmt því sem að ég skil þennan dóm.

Það er samt annað það er eitthvað sem heitir að vanrækja skyldu sýna til að  koma til hjálpar eru ekki lög um það og væri þá hægt að lögsækja mann fyrir að hunsa það að hjálpa fólki.

Síðan eru líka til lög um bótasjóði bótasjóði sem að mér skilst að hafi verið tæmdir og það er ég eignlega mest spenntur yfir að sjá hvernig þau mál fara og hvort að þeir sem tóku tappana úr þar fá bætur eða dóma.

Fyrir mér er ein af stóru spurningunum hvort það sé bara passað að borga ekki bætur ef að mögulega er hægt að komast hjá því en annað látið liggja milli hluta eins og til dæmis afhverju þurfti að eiða heljarupphæðum almennings í að bjarga tryggingarfélagi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.7.2011 kl. 12:54

16 Smámynd: Vendetta

"Það er samt annað það er eitthvað sem heitir að vanrækja skyldu sýna til að  koma til hjálpar eru ekki lög um það og væri þá hægt að lögsækja mann fyrir að hunsa það að hjálpa fólki."

Jú, ég tel svo vera, en get ekki fundið ákvæði þess efnis í Almennum hegningarlögum, þar sem allt annað er í minnstu smátriðum. Kannski svona ákvæði sé að finna í Jónsbók og að þau hafi verið afnumin til að koma tryggingafélögunum hjá því að greiða skaðabætur.

Vendetta, 6.7.2011 kl. 13:42

17 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

eRUÐIÐ AÐ DJÓKA ?   Á AÐ LÁTA FÓLK DREPAST SVO AÐ TRYGGINGARFELÖG ÞUFRI EKKI AÐ BORGA ? Eru dómarar þessa lands á lyfjum ?????

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.7.2011 kl. 22:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband