Launþegar verða að gæta hófs.

Við launþegar megum ekki vegna græðgi okkar verða þess valdandi að að hin veikburða engjarós hins Íslenska efnahagskerfis drjúpi enn höfði dægrin löng eins og skáldið sagði.
Við verðum að trúa fræðingunum sem að nú geysast fram á völlinn og segja okkur að þær kjarabætur sem í samningum eru komi til með að stefna öllu í voða.
Ég tel að okkur beri skilda til þess að hlusta á þessa aðila og fella samningana því ekki megum við valda þessum aðilum svefnleysi.

Það er kannski aftur á móti umhugsunarvert að engjarósirnar skulu ekki bera launagreiðslur sem ná varla atvinnuleysisbótum og leiðir til þess að margar þeirra nýta sér vinnuafl af láglaunasvæðum Evrópu sem að kannski er ein ástæða þess að félagshyggjustjórnin vill ólm ganga þar inn svo að tryggt sé ódýrt vinnuafl vel undir 200 000 kr á mánuði enn um stundir meðan fjárfestar vinna upp það sem tapaðist í Glæsivallaveislu síðustu ára.

Það má vera að það sé virðingarvert að reyna að skapa fólki vinnu en það er ekki mikill metnaður í því að sætta sig við 29% lægri laun ef satt er.
En er það ekki brot á jafnréttiskafla Íslenskra laga að greiða mimsunandi laun fyrir sömu vinnu  þar segir ef ég man rétt að greiða skuli sömu laun fyrir sömu vinnu og er ekki sjómannafélaginu í sjálfsvald sett hvort að það stöðvar þá ekki skipið eða neitar því aðkomu að höfn ef svo er ekki. Þeir hafa mætt á bryggjur áður.

Einu er ég að velta fyrir mér og væri gaman að fá það á hreint en það er hvort að það gildir ekki sama um allar áhafnir Íslenskra farskipa eru þær ekki allar ráðnar í gegnum Færeyska ráðningarstofu og eru þá allir Íslenskir farmenn á 29% lægri launum en kollegar þeirra það væri gaman að vita það.

Það er síðan stór spurning hvers vegna stjórnvöld eru ekki fyrir löngu búin að koma á samskonar kerfi og gildir í öðrum löndum þannig að skipum sé ekki flaggað úr landi og áhafnir þeirra greiði skatta og skyldur hingað og njóti sömu réttinda og við.
 

Varðandi það að gæta hófs vil ég vitna í viðtalið við stúlkuna frá greiningardeild Arion banka í fréttum og hvernig hún spáði okkur helför mikilli vegna launahækkana þeirra sem Íslenskar láglaunastéttir fá og fréttaþulan meðtók allan sannleikan án þess að spyrja eða grafa sem er siður Íslenskra fréttamanna velflestra það er að koma þeim sannleika sem hentar í hvert sinn á framfæri.

Mér hefði þótt vænt um að hún hefði spurt greiningardeildarstúkuna út í eftirfarandi.

Úr DV 6 des 2010
"Nýlegt árshlutauppgjör bankanna bendir til þess að launaskrið sé hafið innan þeirra eftir launalækkun og skerta tekjumöguleika almennra starfsmanna bankanna í kjölfar bankahrunsins í október 2008. Heildarkostnaður þeirra vegna launa og launatengdra gjalda fer nú aftur vaxandi eftir bankahrun. Útreikningar, sem byggjast á árshlutauppgjöri bankanna, benda til þess að heildarstarfsmannakostnaður bankanna stefni í að vera að minnsta kosti tíu prósentum hærri en í fyrra."

DV 11 mars 2011
"Höskuldur H. Ólafsson byrjaði feril sinn sem bankastjóri Arion banka á því að skaða hagsmuni bankans og íslensks samfélags í heild. Höskuldur er leiðtogi í sínu fyrirtæki, sem varð gjaldþrota og stendur frammi fyrir því að þurfa að hagræða verulega. Hann byrjaði vinnu sína við hagræðinguna á því að taka sér 10 milljóna króna eingreiðslu frá bankanum. Á síðasta ári var hann með 4,3 milljónir að meðaltali í mánaðarlaun, sem er 146% hærra en bankastjóralaun í Arion banka árið 2008. Launahækkunin veldur því sjálfkrafa að aðrir bankastarfsmenn, sem sæta leiðsögn Höskuldar, vilja líka fá launahækkun. Smitáhrifin af Höskuldi ná síðan út í íslenskt samfélag. Ef bankastjóri Arion banka hækkar um 146% í launum, hvers vegna eiga aðrir í samfélaginu að sætta sig við aðeins 2,5% launahækkun? Laun Höskuldar kosta miklu meira en launin ein og sér."

Mér hefði fundist ástæða til að spyrja hvort að ofangreint stefndi endurreisninni ekki í voða og hvort að greiningardeildin hefði gert stjórn  bankans grein fyrir því. Ef svo hefði verið spurt og svarað hefði kannski verið stigið fyrsta skrefið til að endurreisa orðspor fréttaspyrla og greiningardeilda.


mbl.is Mótmæla lægra kaupi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Virkilega góð grein hjá þér. Það er ekki á hverjum degi sem maður les blog þannig að það drýpur viska úr hverri setnningu. Maður verður alveg frá sér numin og agndofa. Svo ég má bara til með að bæta við einhverju í sama stíl...

Nei, það á ekki að borga nein laun í nokkur ár til neins sem tilheyrir lægst stétt þjófélagsins. Berja bara þessa sjómenn og verkamenn áfram miskunarlaust. Enda eru þetta bara sjómenn sem um ræðir og ekkert annað. Þessi heimtufreki verkalýður og sjómannastétt er það sem kollsteypir öllu landinu aftur og aftur er alveg óþolandi. Þeir eru búnir að draga þetta þjóðfélag niður í skítin með verkföllum og almennri leti. Enda atvinnuleysi bara fínt orð yfir haugaleti eins og allir vita.

Launalaus verkalýður í eitt ár myndi tryggja hagvöxt og greiðslur af lánum. Það mætti ræða einhverja eftirgjöf eða mat handa þeim sem vinna mest. Slóðarnir eiga ekki að fá neitt.

4,3 milljónir í mánaðalaun? Hvaða upphæð er það ef menn þora að sjá sannleikan í málinu? Þetta eru smánarlaun sem allir íslendingar þyrftu að skammast sín fyrir í hvert skipti sem þeir standa andspænis alþjóðlegum bankastjórum!! Vil fólk virkilega það?

Nei, ég tek undir þetta að launþegar í landinu verða að gæta hófs. Mér finnst það heldur langt gengið að sjómenn og verkalýður krefjist launa fyrir vinnu sína á svona slæmum tímum...

Óskar Arnórsson, 8.5.2011 kl. 01:25

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk Óskar verður maður ekki að reyna að breyta um stíl og sjá hvort að það að reyna að tala um málin í afalegum umvöndunartón leiðir ekki til betri árangurs en að vera sífellt reiður.

Svo er mér líka bara að skiljast hver konar voða verk við alþýðan höfum framið hér heimtufrekja okkar er bara með eindæmum. Við viljum ekki borga ólögleg lán, okkur þykir skrítið að þurfa að borga meira í lánum sem eru uppgreidd, við gagnrýnum það að venjulegt húsnæðislán hafi tvöfaldast og okkur þykir skrítið að þeir sem keyrðu  fyrirtæki í þrot sé nú að kaupa þau upp aftur kannski með peningum úr innistæðum sem tryggðar voru með baki okkar og afkomenda okkar.

 Hvað hafa okkar ágætu landsfeður unnið sér til saka að hafa svona lið eins og mig sem þegn nöldrandi yfir þeim góðverkum sem þeir framkvæma á hverjum degi. Ég lít eiginlega höfði og lofa iðrun og betra hugarfari.

Þakka innlitið og viðbótina hún er góð.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.5.2011 kl. 11:46

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Elsku besti Jón Aðalsteinn! Þetta er bara endurtekning á sögu Sikileyjar þar sem mafían þróaðist. Mafían hafðu göfugan tilgang í byrjun og síðan urðu þau glæpasamtök. Það eru alltaf verkalýðsfélug sem byrja á þessari þróun. Ég er líka afi og aldrei reiður. Eiginlega aldrei einu sinni pirraður. Málið er að þrátt fyrir bankahrunið og íslenskan glæpakúltúr þá standa íslendingar sig vel. Enn almenningur og vinnufólk eru óttalegir sauðir. Haldnir þrælslund og líillækka sjálfan sig á hverjum degi.

Það þarf til að byrja með ekki alla þessa banka. Bankar eiga að vera þjónustufyrirtæki og ekki gróðafyrirtæki. Ég er meðmæltur einkageiranum nema skólum, dagheimilum, sjúkrahúsum og bönku. Lífyerissjóðir eru miklu betur settir erlendis enn á Íslandi. Lífeyrissjóðirnir og bankarnir stjórna landinu meira enn Ríkisstjórnin. Þetta þarf að stoppa. Með verkföllum, hópgöngum, pottum og pönnum og með hvaða hætti sem er. Það er alveg hægt fyrir þessa lífeyrtissjóði, pólitíkusa og bankamenn að fara að haga sér þannig að þetta verður aldrei leyst nema með byltingu. Sem gæti orðið blóðbað. Verðtryggingarglæpir eiga að fá að halda áfram, launaþrælkun á að halda áfram...

Finnst þér í lagi að mæla með því að fólk taki því rólega? Eða er það bara af því að þú getur persónulega tekið því rólega? Ég er ekkert háður íslenskum efnahag. Ég vinn með allar sortir af glæpamönnum í öðru Norðurlandi og sé þetta utan frá. Fólk sem ég tala við um þetta og er að útskýra hvernig málin standa, spyrja bara hvort íslendingar séu almennt aular og vesalingar að láta fara svona með sig...

Óskar Arnórsson, 8.5.2011 kl. 14:27

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála og þú mátt ekki miskilja það en afalegur umvöndunartónn þarf ekki að meina nein rólegheit að öðru leiti er ég hjartanlega sammála því sem þú segir..

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.5.2011 kl. 18:19

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var launþegi á Íslandi í nokkur ár. Seldi í Svíþjóð og keypti splunkunýja íbúð og bíl á Íslandi. Bankarnir átu þetta upp á tveimur árum og núna á eg minna enn ekki neitt. Þetta er ekki hægt að skíra út fyrir neinu venjulegu fólki erlendis. Í fyrsta lagi skilur það ekki þetta og svo er bara litið á mann eins og asna. Íslendingar eru ekki hátt skrifaðir í Evrópu lengur. Það er eiginlega skammarlegt að vera íslendingur erlendis í dag. Íslendingum er ekki hægt að treysta fyrir neinu eins og allir vita nema þeir sjálfir að sjálfsögðu.

Að vera að vinna erlendis til að borga bullvexti úr banka sem sjálfur fór í gjaldþrot. Ég er í viðskiptum við íslenskan banka sem ég hef aldrie komið inn í. Það er aldrei hægt að láta normal fólk skilja þetta. Enda ekkert á Íslandi sem hægt er að kallst normal á neinn hátt. Hvorki verkamannlaun, lánamál eða vaxtakjör. Ísland og allt sem fylgir landinu er bara stórt djók...og glæpir það eru normal hegðun ef það er rétt fólk sem gerir eitthvað af sér.

Það sem er í gangi á Íslandi kallast "ConGame" og hefur verið til í hundruðir ára. Venjulegt fólk skilur ekki hluti sem unglingar í öðrum löndum kunna allt um. Þess vegna lít ég á flesta Íslendinga sem ofvaxin börn í sandkassa...

Óskar Arnórsson, 8.5.2011 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband