Að taka málin í eigin hendur.

Ég er búin að vera hugsi eins og fleir yfir ástandinu hér á landi, það gengur hvorki né rekur allt er helfrosið það litla sem gert er veldur yfirleitt meiri vandræðum en fyrir voru, hver höndin er upp á móti annarri og þjóðin sekkur dýpra í sinnuleysi örvæntingu og mók.
Ég held að hluti vandans sé sá að til að halda völdum hafa stjórnvöld gert allt sem þau geta til að sundra þjóð sinni og þeim hefur tekist það svo vel að þau eru í raun búin að eyðileggja þessa þjóð.
Sparifjáreigendur kalla skuldara óreiðufólk, skuldarar kalla sparifjáreigendur okrara, fólk með vinnu nefnir atvinnulausa bótasvikara, þeir sem mat hafa kalla soltna letingja sem ekki nenna að vinna. Hvað er þetta annað en dæmi um gjörsamlega rofna samstöðu.

Kona sem kom fram í bítið líkti þessu við heimilisofbeldi ég vil frekar nota líkingu við það þegar verið var að reka söfn í gerði og lausnin var að reka kindurnar hratt svo að þær hefðu ekki tíma til að snúa gegn manni því þá var fjandinn laus. Sama leik hafa stjórnvöld notað þannig að fólk er ráðvilt, loforð eru gefin en svikin svo hratt og ný gefin að fólk hefur ekki lengur tölu yfir umfangið.

Skipulega er gengið að fólki í vandræðum, staðreyndum bæði sönnum og miður sönnum er skellt fram svo hratt að ekki er hægt að kryfja þær til mergjar.
Þetta er síðan keyrt áfram með góðum stuðningi fjölmiðla sem vippa inn einu og einu máli sem setur umræðu á annan endan til að hjörðin geti stokkið á og beint allri umræðu að í einhvern tíma meðan að öðrum ljósfælnari málum er rennt í gegn.
Þetta er alla vega sú sín sem að ég hef á málin í dag.

Ég held þó að þetta hafi breyst um helgina RUV sá ekki ástæðu til að fjalla um það í kvöld en Stöð 2 gerði það. Hér á ég við þá andstöðu sem að aðgerðir borgarstjórnar mættu um helgina greinilegt er að fólki er misboðið það er búið að fá nóg það var grátlegt að sjá  Borgarfulltrúa sem var að segja okkur að það væri víst búið að skera niður í menningunni svo nefndi hann leikfélagið og íþróttafélögin sem dæmi en eru ekki íþróttafélögin einn af hornsteinum heilbrigðs uppeldis ljóst var að mínu mati að hann hafði vondan málstað að verja og vissi það en það er okkur borgurunum orðið ljóst að sætin eru svo hly að það virðist fólki vera auðvelt að verja málstaði sem alla vega mér finnst ekki góðir.

Það var þó ekki þetta sem að mér datt í hug heldur annað. Undanfarið er búið að vera mikið talað um einelti, einelti og yfirgangur á ekki að liðast en það má segja að hvernig stjórnvöld hafa hagað sér gagnvart þegnum sínum sé yfirgangur.
Skipulega er troðið á rétti okkar og ekkert tillit tekið til hagsmuna fólksins heldur eru hagsmunir fésýslustofnanna og annarra nátengdari valdhöfunum látnir ganga fyrir.
En það er með yfirgang eins og einelti hvorutveggja þrífst ekki nema að það séu fylgjendur sem láta leiða sig.
Er ekki lausnin að segja hingað og ekki lengra hvers vegna tökum við einfaldlega ekki málin í eigin hendur. Borgin getur ekki lengur rekið skammlaust skóla eða gefið börnum mat er ekki lausnin að við borgarnir réttum þeim fingurinn og stofnum hópa og skiptum liði og tökum að okkur að fæða börnin okkar í skólunum.
Foreldrafélög geta skipt með sér hjálparstarfi í mötuneytunum vaskað upp skorið grænmeti tekið að sér leikvalla gæslu hjálpað til á róluvöllum.
Við getum hjálpað til á elliheimilunum hlúð að gamla fólkinu síðustu metrana, stofnað hverfaráð sem skipuleggja kvöld og helgar eftirlit í eigin hverfum til að verja eigur okkar og afkomendur sem sagt tekið stjórn mála í okkar hendur í staðin fyrir að láta reka okkur eins og sundurlausa hjörð kvikfénaðar á leið til slátrunar. 
Kannski að neistinn til að taka málin í sínar hendur og hætta að vera þolendur hafi kviknað í Rimaskóla og Breiðholti um helgina.
Kannski að við séum að nálgast það að einhver taki upp fyrstu spýtuna og byrji endurreisnina og aðrir fylgi vonandi að það sé einhver sem að byrjar á að byggja dúfnakofa fyrir börnin en ekki bílskúr fyrir sjálfan sig.

Þetta gæti verið lausnin því að hvað eru valdhafar án þegna og núverandi valdhafar hafa synt sig að vera ekki þess verðir að hafa þá þegna sem Íslensk þjóð er að mínu mati.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband