Eg veðja á.

Ég veðja á að Ólafur skrifi undir.
Ég geri það vegna þess að mér hefur fundist eins og að öll vötn hafi legið til Dyrafjarðar þessa dagana, fjölmiðlar hafa farið hamförum í að kæfa niður málflutning okkar sem viljum kjósa og mikill halli hefur verið á umræðunni í þá veru að þetta sé það eina rétta.

Við gerum okkur flest orðið grein fyrir því að fjölmiðlar stjórna umræðunni og ekki er hægt að segja að kafað sé djúpt í málin á neinu sviði. Ég hef hvergi séð á blaði greinar góða lýsingu þar sem að þessir tveir kostir eru bornir saman og finnst það miður.

Ég vil að það sé kosið og málin lögð á borðið svo að við getum tekið upplysta ákvörðun um hvort það sé verjandi að barnabörn mín nýfædd séu að borga skuldir hinna svokölluðu útrásarvíkinga þangað til þau eru orðin álíka gömul og ég. Mér finnst ég ekki hafa rétt á að taka þá ákvörðun nema að fyrirliggi miklu betri upplýsingar um málið. Því vil ég að Ólafur segi nei en ég veðja á að hann skrifi undir til allrar hamingju hef ég stundum rangt fyrir mér.

Skrifi hann undir er þó baráttan fyrir réttlæti als ekki töpuð það fólk sem vill sjá Nýtt Ísland ekki það Nýja Ísland sem lyst var svo vel í Spaugstofunni í gær. Það fólk þarf að fylkja sér saman í breiðfylkingu og stofna nýtt afl sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri heldur sem Íslenskt og hefur það að stefnu sinni að gera það sem rétt er og best fyrir afkomendur okkar með upplýstri umræðu, hvort sem það er að byggja nýja verksmiðju, ganga í Evrópusambandið eða ekki eða virkja einhverja ársprænu og hemja afl  hennar börnunum okkar til hagsbóta.

Við skulum ekkert gleyma því að við búum í landi þar sem verðmætasköpun er gífurleg og allir ættu að geta haft það gott sumir hafa það alltaf aðeins betra en aðrir það er gangur lífsins en sú eignatilfærsla og eignaupptaka sem átt hefur séð stað undanfarið og mun aukast enn verði skrifað undir Icesafe gengur ekki og verður að stöðva sem fyrst.

Fólk verður því að taka höndum saman og láta ekki hugfallast þó að hingað til hafi flest það sem gert hefur verið, eins og Búsáhaldabylting eða Besti flokkur snúist í höndunum á okkur og gert vont ástand verra að mínu mati Það þarf einfaldega að endurtaka leikin gera betur og læra af mistökunum. Það kæmi mér á óvart ef Ólafur segir nei ég held að honum langi til þess en við skulum ekki gleyma því að það er örugglega mikill þrýstingur undirniðri fyrir já það var jú samþykkt með auknum meirihluta vegna atkvæða Sjálfstæðismanna þannig að það er erfitt fyrir forseta að ganga gegn því.

Því spáir greiningadeild mín jái en greiningardeildir hafa oftar en ekki rangt fyrir sér svo nú er bara að vona.


mbl.is Forsetinn kominn að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GAZZI11

Sammála .. það hefur verið áróðursstríð frá stjórnvöldum, þingmönnum, fjármagnseigendum um það að skrifa undir þennan samning. Heyrði í grátkór kvenna frá Alþingi á Sprengisandi í morgun sem voru æstar í að borga þessar skuldir og lýstu því yfir heimsendi ef þetta færi í þjóðaratkvæði.

Orðaval forsetans um daginn þegar hann tók á móti undirskriftasöfnunum voru að mínu mati þannig að það væri búið að ákveða að samþykkja samninginn alla leið áður en hann fór inn á Alþingi.

Hér gerðist eitthvað fyrir um það bil 3 vikum sem olli öllum þessum sinnaskiptum Alþingis og stjórnmálamanna. 

GAZZI11, 20.2.2011 kl. 11:36

2 identicon

Gaman væri að vita hvað það var sem olli þessum sinnaskiptum Alþingis og stjórnmálamanna.  Það getur verið að það sé eitthvað sem veldur því að uppi er sú staða að skynsamlegra sé fyrir okkur að taka á okkur ólögvarða kröfu og borga hana heldur en að stimpast við og standa á rétti okkar. 

Af hverju skyldum við ekki mega fá að vita það? 

Hvað er eiginlega í gangi? 

Hvar er opna stjórnsýslan, heiðarleikin og gegnsæið sem okkur var lofað?

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 11:58

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég er sammála ykkur og þó að ég sé algjör andstæðingur Icesafe þá gæti vel verið að ég segði já í atkvæðagreiðlu ef ég hefði upplysingar um að það væri betra. Ég get ekki trúað fólki sem er búið að segja mér að Icesafe 1-2-3 sé það besta sem´í boði er og heldur því svo fram eða það mætti skilja það svo að við landsmenn seúm of vitlausir til að taka upplysta ákvörðun um málið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.2.2011 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband