Eg var rændur í nótt.

Í nótt var farið um afrakstur vinnu minnar síðasta árs og undanfarinna ára ránshöndum, árið 2011 byrjar því á svipaðan máta og undanfarin ár. Ég á eftir að meta tjónið en sé það á næsta greiðsluseðli frá Íbúðalánasjóði. Ránshöndin sem fór um afrakstur vinnu minnar heitir vísitölubinding lána sem er aðferð uppfundin af mönnum til að færa eignir á milli hópa eftir forsendum sem að þeir búa til sjálfir. Fyrir þá sem hafa lífeyrissjóðslán hafa þeirra eigin sjóðir nú um miðnættið fært dágóða summu af efnahagsreikningi félagsmanna sinna yfir á sína eigin og framtíðin ein á síðan eftir að leiða það í ljós hvort að nokkuð af því næst til baka.

Af hverju set ég þetta hér þar sem fjallað er um hækkun á eldsneytisverði jú eldsneytisverð er í vísitölunni og allar hækkanir á því hækka lán okkar landsmanna og við skulum hafa í huga að þetta eru hækkanir afsakaðar með erlendum hækkunum við eigum enn eftir að sjá hækkanir af völdum stjórnvalda koma inn í eldsneytisverð.

2011 byrjar ekki gæfulega en frekar Íslenskt


mbl.is Eldsneytisverð hækkaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sjá allir nema stjórnvöld,lífeyrissjóðaforkólfar og verkalýðshreyfingin að verðtryggingin er böl þessa lands.Það þarf enga hagfræðinga eða spekinga að segja fólki sem er með íbúðarlán hvílíkt óréttlæti felst í þessu séríslenska fyrirbæri,einkennilegt er að ekki skuli einhver hafa látið reyna á hvort þetta forheimskaða fyrirbæri stæðist skoðun Evrópudómstólsins.Með verðtryggingunni er verið að gera húseignir fólks upptækar,laun  standa í stað en lánin hækka ef kaffiverð í Brasilíu,olíuverð í Rotterdam og annað er hækkar vísitöluna fer uppá við.Maður finnur þetta á sjálfum sér að dæmið gengur ekki upp þar sem laun hafa ekki hækkað sem neinu nemur í nokkur ár,en lán sem var um sjö milljónir fyrir 6 árum er í dag komið í tólf milljónir. Það þarf engan stórnmálamann eða verkalýðsforingja að segja að hlutirnir séu eðlilegir og í lagi með þessari heimskulegu aðför að fólkinu í landinu,það er þessi framkoma forsvarsmanna þjóðfélagsins sem gerir glundroða í þessu þjóðfélagi og á eftir að verða dragbítur á alla framför í þessu landi,ef til vill er hluti ástæðunnar að lífeyrissjóður opinberra starfsmanna er að fullu verðtryggður og skerðist ekki, þó það gerist hjá hinum almenna launamanni vegna heimskulegra fjáfestinga hjá lífeyrissjóðunum.   

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 13:59

2 identicon

Svo er til fólk sem virkilega vill búa hérna,og finnst þetta helv,,,sker besta land í heimi"" Ískalt grátt og svart og stjórnað af hálfvitum,,,

Ég segi bara eins og þúsundir annara Íslendinga,ef Nágrímur stæli ekki öllum peningunum mínum jafnóðum og ég afla þeirra þá væri ég farinn,,,Eitthvað"sama hvert.

Casado (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 14:32

3 Smámynd: Vendetta

Það er rétt hjá þér, þetta er þjófnaður um hábjartan dag. Og þessi ríkisstjórn og allar þær fyrri ganga erinda þjófanna. Og vísitalan er ekki aðeins bundin við húsnæðislán, heldur líka húsaleigu í félags- og stúdentaíbúðum. Þannig hækkar leigan ekki bara árlega, heldur líka frá einum mánuði til næsta.

Ég hef alltaf verið agndofa yfir því hvernig þessi þjófnaður hefur verið látinn viðgangast. En ég hef líka hitt venjulegt fólk, sem finnst þetta afsakanlegt og halda því fram, að án vísitölubindingarinnar yrðu vextirnir hærri. En þetta eru handónýt rök, því að vextir veit maður hvað er. Maður veit alveg nákvæmlega hvað höfuðstóllinn er eftir 10 eða 20 ár með einföldum útreikningi út frá samningsvöxtum. Í Danmörku t.d. voru algengustu lánin þegar ég keypti mér íbúð þar með föstum afborgunum, föstum vöxtum og til 30 ára. Alveg óháð verðbólgu. Að vísu fór höfuðstóllinn ekki að lækka að ráði fyrr en eftir áratug, en í öllu falli var hann ekki alltaf að hækka stanzlaust út af alls ótengdum hlutum eins og hér.

Ég er sannfærður um að þetta mun aldrei breytast því að íslenzkur almenningur er ófær um að knýja fram breytingar, hvað þá gera byltingu. 

Vendetta, 1.1.2011 kl. 15:58

4 Smámynd: ThoR-E

Tek undir hvert orð í þessum pistli.

En er við að búast að þessir aðilar taki það í mál að taka burt verðtrygginguna. Að vera með lán þar sem lánið hækkar, við hverja afborgun.

Góður díll... allavega ef maður er lánveitandamegin borðsins. Ekki eins ef maður er lántaki.

Þessu þarf að breyta! Þetta er reikniskekkja. Ævisparnaður fólks sem átti hann í húsnæði sínu er horfinn.. milljónir á milljónir ofan... og á fólk bara að sætta sig við þetta!?

Skammarlegt.

ThoR-E, 1.1.2011 kl. 17:35

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er hundfúlt og við þurfum að breyta þessu 2011 þetta er mannannaverk og ætti að vera ausðveldara að eiga við það heldur en það að reyna að breyta náttúruöflum og öðrum stærri hlutum, Mér fannst skaupið dauft held þó að það þurfi aðra umferð til að skoða það betur en endalagið snart mig og mér finnst það eiga að vera leiðarljós inn í nytt ár

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.1.2011 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband