Hvað verður eftir

"Í frumvarpinu, sem væntanlega verður að lögum síðar í dag, felst að ekki verði lagður virðisaukaskattur á selda þjónustu til erlendra aðila. Þá verður ekki lagður virðisaukaskattur á innflutning erlendra aðila á netþjónum, sem hýsa á í íslenskum gagnaverum."

"Þessi fyrirtæki ætla ekki að hafa heimilisfesti hér á landi og borga þess vegna ekki tekjuskatt af rekstri sínum. Nú á að fella niður virðisaukaskatt"

Ofangreint má lesa í fréttinni.

Ekki furða að það sé góð samkeppnisstaða þegar ekkert þarf að borga.

Og ekki furða að Sjálfstæðismenn séu hrifnir af þessu enda eki hrifnir af því að aðrir en alþyðan haldi uppi landinu.

En það kemur hellingur af vinnu segir fólk.

Er einhver til í að leggja undir við mig að innan árs verði smá frétt þar sem segir að vegna óbilgjarnra launakrafna Íslendinga þá hafi verið ákveðið að öll tölvuvinna forritun og annað við þessi verði framkvæmd í Indlandi eða Kína fyrirtækin sjái sér ekki annað fært.

Það góða við álverin að það er erfitt að framkvæma vinnuna úr fjarlægð svo að sú vinna er all miklu tryggari að mínu mati.

Ég er fylgjandi allri atvinnu uppbyggingu en ég geri þá kröfu að sú uppbygging skilji eitthvað eftir í því þjóðfélagi sem hún er byggð upp í þetta skekkir samkeppnisstöðu annarra fyrirtækja í öðrum greinum en það er nú eitthvað sem ekki hefur vafist fyrir núverandi stjórnvöldum að gera það er að mismuna fyrirtækjum.


mbl.is Netþjónabú boðin velkomin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband