Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi.

Þetta er rétt hjá Merði en það eiga þá allir að vera jafnir fyrir lögum.

Eigi að refsa viðkomandi einstaklingum fyrir vanrækslu þarf líka að refsa núverandi stjórnvöldum fyrir það sama eða er það ekki vanræksla að stjórnvöld lands geri ekkert til að laga það misrétti sem að nú gengur yfir. Fólk missir eigur sínar og ævistarf meðan aðrir fá syndaaflausn og það er varla nokkur leið að sjá eftir hvaða reglum er farið.

Að horfa á Kastljós í kvöld var sorgleg birtingarmynd þess sem gengur á hér að heyra fréttirnar um gjaldþrot Sigurplasts sömuleiðis og ef að einhver fótur er fyrir því sem sagt er um afstöðu viðskiptabankans þá kallar það á óháða rannsókn um atferli þeirra að mínu mati.

Að síðan alþingismenn hafi ekkert þarfara að gera en að karpa um liðna tíma á þessum erfiðu tímum milli þess sem að þeir mæta í fjölmiðla og verja eignarétt fjármagnsins er síðan þvílík fásinna að það er ekki hægt að setja það á blað sem að manni er efst í huga. Þeir eru haldnir sömu veruleikafirringu og Frakka drottning á síðustu dögum konungsveldis í Frakklandi það er algjöru sambandsleysi við þann raunveruleika sem að ríkir í þjóðfélaginu.

Ég er hræddur um það að það styttist í að "Öll vötn falli til Dyrafjarðar" hér á landi það er snjóboltinn sem að hefði verið hægt að stöðva ef menn hefðu látið af eiginhagsmunapoti og græðgi að sá bolti fari nú að rúlla með því afli og þunga sem að snjóboltar sem falla niður bratta hlíð hafa þegar þeir hafa safnað nógu miklu utan á sig. Því miður held ég að það fari að verða of seint að stöðva þá þróun alla vega er tíminn til þess ekki lengur mældur í vikum og mánuðum heldur klukkustundum og mínútum.

Það er ágætt að segja að aðrir syni vanrækslu en að mínu mati þarf ekki neinn sérstakan hugsuð til að sjá þá vanrækslu sem að stunduð er í dag. Sú vanræksla sem var 2007-2008 er liðin, sú vanræksla sem er 2010 er í núinu og okkur ber að vinna bug á óvættum nútíðarinnar áður en við förum að eyða orku í drauga fortíðar.

Svo kæru þingmenn lítið ykkur nær og í guðs bænum farið að gera eitthvað áður en að það verður gert fyrir ykkur.


mbl.is Alvarleg vanræksla og stórkostlegt gáleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vil ekker vita um það sem áður bar að garði. Sleppum því. Dómsmálakerfið, fussumsvei, hvað hefur það nokkurn tíman borið fram í dagsljósið.

Jonsi (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Við eigum að læra af fortíðinni og skoða hana en við eigum ekki að lifa í henni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.9.2010 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband