Samtrygging eða samviska.

Ef andstæðingur þinn greiðir ekki atkvæði eins og þú vilt og er sammála þér þá er það samtrygging en þegar hann er sammála þér þá er það að greiða atkvæði samkvæmt bestu samvisku.

Það að þingmenn eiði öllu þessi púðri í að tala um hvað skoðanir annarra á þessu máli séu samtryggðar og vitlausar í stað þess að einbeina sér að því að gera grein fyrir sínum eigin skoðunum og fara síðan að vinna vinnuna sem þeir voru ráðnir í fyrir fólkið í landinu. Ef að þeir halda að það sé mest áríðandi í dag að vera í skítkasti við hvorn annan hafa þeir misskilið eitthvað.

En mikið er nú gaman samt að sjá barnslega gleði Framsóknarmanna en sú einlæga gleði sakleysingjans minnir helst á gleði englana sem gæta Gullnahliðsins fyrir okkur sem að munum aðeins inn á síðustu öld er þó sviðsmyndin eyðilögð því okkur finnst að það sé einhver falskur tónn í englasöngnum úr þessari átt. Reyndar úr þeim öllum

 


mbl.is Lifi samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband