Hvers eiga kristnir að gjalda.

Nú hafa bændur hafið trúarlega markaðsókn og fátt nema gott um það að segja nema mér finnst gæta ójafnræðis milli trúarbragða, eins finnst mér sem gömlum fjárhirði það vera rangt gangvart fénu að messa yfir því að því forspurðu sumar þessara kinda eru örugglega aldar upp í sannkristnum fjárhúsum og gætu verið viðkvæmar fyrir boðskap Múhameðs og eiginlega hálfgerð frekja að ætla að troða honum í þær á þessari mestu ögurstundu hverrar lífveru er hún mætir skapara sínum.

Mér finnst réttlætis mál að forustumenn bændaog sláturleyfishafa bjóði okkur sem á aðra guði trúum sömu þjónustu hvers vegna fæ ég ekki kjöt sem deytt er undir faðirvorinu hvers vegna er  þeim sauðum sem þess óska ekki boðið upp á faðirvorið eða aðra guðlega svölun á ögurstundinni. Og hvers vegna er engin fulltrú þeirra gömlu goða sem landi voru réðu viðstaddur drápin.

Ósanngjarnt finnst ykkur ekki.

Hvernig er síðan komið í veg fyrir það að ég sannkristinn maðurinn verði fyrir því að snæða skanka eða sviðahaus sem vígður hefur verið Múhameð og kemur hann þá til með að standa í mér?

Ég ætla ekki að segja meira en mér finnst gott hjá bændum að þeir skuli nota það fé sem þeir fá, til markaðssetningar, af skattfé landsmanna til að koma kjötinu úr landi ekki geta þeirra eigin landsmenn keypt það á því verði sem bændur vilja fá.

Ef ég skil þetta hagfræði dæmi rétt þá er það einhvern vegin svona. Fé er tekið frá landmönnum til að borga bændum svo að þeir geti selt útlendingum lambakjöt á hærra verði en landsmenn borga sem er þó ekki hærra vegna þess að landmenn niðurgreiða það verð svo að það sem er hærra er í raun lægra og þó erlendir borgi hærra verð fyrir kjötið borga þeir samt lægra vegna þess að mismunurinn er tekin úr vösum okkar Íslendinga sem verðum að borga hærra verð  fyrir það því okkur er ekki boðið upp á að kaupa það á því lægra en verðum samt að borga mismuninn á milli hærra og lægra verðs svo útlendingar geti borðað ódýrt hollt lambakjöt sem er samt ekki ódýrt heldur dýrt ódýrt kjöt vegna þess að mismunurinn er tekinn vösum skatt borgara. ( er einhver að skilja þetta ekki ég)

Ég geri síðan fastlega ráð fyrir því að nógu margir Íslenskir múslímar hafi fundist til að vinna við slátrunina ekki vegna trúarbragða heldur vegna þess að her ríkir nú um stundir  mikið atvinnuleysi og ég trú því ekki að Bændasamtökin eða aðrir hafi fengið að flytja inn erlent vinnuafl til þessarar vinnu.  Eða fengu þau  það??

Væri það ekki sér Íslenskt að borga með vöru og láta síðan vinna hana með erlendu vinnuafli og telja sér síðan trú  um að það hafi orðið gróði af því fyrir landmenn.W00t


mbl.is Fé slátrað að hætti múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

auðvitað er fullt af erlendu vinnuafli í sláturhúsunum, sennilega um 500 manns sem hafa komið hingað til lands síðstu 3 vikur gagngert til að vinna í sláturhúsum landsin...

samt eru um 13 þúsund manns á atvinnuleysisskrá, ef ekki meira,

hvernig stendur á þessu??

 jú, meðan vinnan er blaut og/eða köld þá vilja íslendingar ekki vinna þá vinnu því þessi blessaða þjóð er meira og minna aumingjar..

Rúnar (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 16:54

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ef að vinna býðst þá á að taka henni nema ríkar ástæður séu fyrir öðru og ef þetta er rétt hjá þér þá ættu að finnast 500 i hópi 13000 sem enga afsökun hafa

En ég er nú á því að hér leynist enn mikilmenni og kvennskörungar innan um heybrækur og konukindur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.9.2010 kl. 17:00

3 Smámynd: Sigurður Helgason

jón,,,,,,,þegar þetta verður komið á skrið verður þú settur í fangelsi, ef þú svo mikið sem hugsar um það hvernig var að borða lamba ketið góða

svo það er best að fara að snúa sér að öðru,,,,,,,

Sigurður Helgason, 13.9.2010 kl. 17:02

4 identicon

Við sannkristnir eigum auðvitað að heimta að bændasamtökin útvegi okkur vígt vatn hér eftir ef svo skyldi fara að við fengjum islamskt lambakjöt, svo við getum snúið því til réttrar trúar áður en við étum það.

Hólímólí (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 17:06

5 identicon

Helduru virkilega að það hafi einhver áhrif að það er stunduð trúarleg hugleiðsla á meðan á vinnslu kjötsins stendur?

Þó svo að hún sé sérstaklega ætluð til að "blessa" kjötið og vinnslan á kjötinu er aðeins öðruvísi, ÞÁ VERÐUR ÞETTA ALVEG SAMA KJÖTIÐ!

Þó svo að það gefi múslimum innri ró og möguleika á að borða kjötið án þess að eiga í hættu á að brjóta af sér trúarlega, þá er það samt það EINA sem það gerir. Kjötið verður EKKI fyrir NEINUM breytingum.

Þetta er það sem trúarbrögð snúast um, að veita fólki innri ró o.s.frv. og það er líka það eina sem þau gerir.

Þetta er ástæða þess að trúarbrögð eru meingölluð. Það eru alltaf menn eins og þú sem taka þeim OF alvarlega og bókstaflega.

Í linknum að blogginu stendur: Hvers eiga kristnir að gjalda. ???

-Þarna ertu strax farin að tala niður til múslima og stimplar þig og aðra kristna menn sem æðri þeim.

Þér finnst gæta ójafnræðis milli trúarbragða. ???

-finnst þér? haha, þér finnst vera byrjað að myndast ójafnræði vegna þess að múslimarnir fá að blessa kjötið ykkar en ekki þið. KYNNTU ÞÉR ALVÖRU ÓJAFNRÆÐI MILLI TRÚARBRAGÐA SEM Á SÉR STAÐ ALLSSTAÐAR Í HEIMINUM. ÞAR SEM MÖRG TUGI ÞÚSUND MANNS ERU DREPIN Á HVERJU ÁRI. Hættu þessu væli.

Kindurnar gætu verið viðkvæmar fyrir boðskapi Múhameðs vegna þess að þær ólust "örugglega" upp í sannkristnum fjárhúsum. ???

Þarna hlýturu bara að vera grínast. En ef ekki, bara svona JUST IN CASE.

-Það er ENGINN möguleiki á því að þetta hafi einhver áhrif á dýrin, vegna þess að dýr geta ekki trúað á neitt yfirnáttúrulegt. Afhverju? jú vegna þess að þú getir ekki troðið óáþreifanlegri hugmynd inn í höfuðið á dýri og þar með munu önnur dýr ALDREI upplifa trúarlega upplifun né nokkurn tímann vita hvað trúarbrögð eru.

Hvers vegna færð þú ekki að blessa kjötið þitt af Kristinni blessun ???

-Vegna þess að það er ekkert í Kristni trú sem segir það að þú megir ekki borða lambakjöt nema vinna og/eða matreiða það á einhver sérstakan Kristilegann hátt, nema bara þá að þakka Guði fyrir. Enn núna finnst þér eins og þið eigið "rétt" á því að gera það BARA vegna þess að múslimar gera það (því þau verða að gera það til að mega borða kjötið, ekki þú).

NEI, það er EKKERT ósanngjarnt við þetta.

truleysingi (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 20:19

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Jú trúleysingi það er eitt ósanngjarnt við þetta og það hefur ekkert með trúarbrögð að gera. Það er það að það skuli vera teknir peningar úr sameiginlegum sjóðum okkar landsmanna peningar sem eiga að fara í mentun barna aðhlynningu sjúkra og aldraðra og þeir skulu vera notaðir til að niðurgreiða framleiðslu vöru. Mér finnst það ekki sanngjarnt þó að ég sé mjög hlyntur Íslenskum bændum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.9.2010 kl. 21:34

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Varðandi fyrirsögnina þá er hún frekar hugsuð út frá jafnréttissjónarmiði en kannski má líta á stimpilinn frá yfirdyralækni sem einskonar blessun fyrir okkur hina ef vel er að gáð. Annars man ég ekki betur en á síðustu öld hafi staðið til að selja fé til arabalanda en þá hafi risið hér upp all mikil mótmæla alda vegna þess að féð átti að deyða á óviðurkæmilegan máta ef ég man rétt svo að af þessu varð aldrei. Þetta synir þó að tímarnir breytast.

Ég verð þó að viðurkenna að fyrir mér er sviðahaus sviðahaus og smakkast vel hvernig svo sem eigandi hans hélt á fund almættis síns. En það er nú sennilega vegna þess að ég er matargat og þykir sviðahausar afbragðs matur.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 13.9.2010 kl. 21:42

8 identicon

Jájá þú hefur svo sem ágætis athugasemdir gagnvart þessu öllu. En ég bara get ekki verið sammála þér. Þetta er svo smávægilegt, það eru mun alvarlegri mál sem þyrfti að ræða heldur en þessi.

Eins og tildæmis Þjóðkirkjuna og allan þann pening sem landsmenn gefa henni.

truleysingi (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 22:22

9 identicon

Ekki held ég að Trúleysinginn sem tjáir sig hér sé kominn á efri ár.

Hólímólí (IP-tala skráð) 13.9.2010 kl. 23:40

10 identicon

Heilir og sælir.

Persónulega vildi ég helst helga Frey lambið fyrir slátrun

Vil bara benda á að þetta kemur Bændasamtökunum ekkert við heldur Sláturleifishöfum. Og svo veit ég til þessa að reynt hafi verðið að "smala af atvinnuleisisskrá í sláturhús" án árangur. Þetta með leti og aumingjaskap Íslendinga virðist alveg standast.

Jón Guðlaugur Guðbrandsson (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 01:28

11 identicon

Hólímóli, já þetta var athyglisvert og fræðandi innskot.

truleysingi (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 02:08

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Niðurgreiðslur fyrir landbúnað og viðkomandi land tíðkast mjög víða, nafni.

Jafnvel tíðkast niðurgreiðslur fyrir útgerðarfyrirtæki í Brussel-útópíuveldinu!

Jón Valur Jensson, 14.9.2010 kl. 03:41

13 identicon

Er það ekki öfugmæli að segjast vera sannkristinn.. .það er ekki neinn sannleikur í lygum.

Að auki þá trúa kristnir á nákvæmlega sama guð og múslímar... já og gyðingar.

doctore (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 11:42

14 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er rétt nafni þær tíðkast víða og ég hef verið að reyna að endurskoða hug minn til þeirra en hef ekki komist að niðurstöðu. Mér finnst skjóta skökku við að verið sé að taka pening frá einum til að annar geti keypt vöruna á betra verði heldur en hinum er boðið sem að síðan hefir kannski ekki efni á að kaupa þessa vöru þó að hann sé krafin um pening til að framleiða hana. Að vísu eru engar niðurgreiðslur í dag bara beingreiðslur þó að ég einfeldningurinn sjái nú ekki muninn.
 

Það má velta fyrir sér að fyrir nokkrum árum ætlaði allt af göflum að ganga þegar að það átti að flytja fé til miðausturlanda og selja á sama máta. Þá var það stoppað vegna þess að það var ómannúðlegt gaman að lesa gamlar fréttir og skoða hverjir skrifuðu á móti.
Hvað hefur breyst síðan er aðferðin orðin mannúðlegri ekki held ég það, erum við orðin umburðarlyndari gagnvart öðrum siðum og trúarbrögðum, bágt á ég með að trúa því mannlegt eðli er alltaf eins.
Kannski að við séum orðin meiri efnishyggjufólk og fé það er fjármunir skipti okkur orðið meira máli heldur en hvernig aflífun fer fram ég gæti trúað því.
Líklegast er þó að tíðarandinn valdi því að fólk er hætt að þora að andhæfa sumum málum af ótta við að vera tekið á beinið fyrir að fylgja ekki pólitískum og menningarlegum rétttrúnaði  eins og sýnt hefur sig upp á síðkastið í nokkrum málum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 14.9.2010 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband