Hin athyglisverða þjóðarsál.

Það er alltaf allrar athygli vert þegar að hinir nýju valdhafar auka birgðar á þjóðinni að þá
hefur hluti þjóðarinnar upp raust sína og sönglar að aldrei megi hinir gömlu flokkar komast að aftur.

Í raun eru gamlir valdhafar hér við völd enn, það er magnað að fólk er tilbúið að fyrirgefa þeim hvaða vitleysu sem er vegna einhvers fortíðarhaturs. Í landstjórninni fer nú að styttast í að kjörtímabilið sé hálfnað og enn snúa allir farþegarnir í rútunni sér öfugt og horfa út um afturgluggann bölvandi bílstjóranum sem var hent út fyrir tuttugu gatnamótum síðan. Engin hefur álit á því að núverandi bílstjórar stefna ótrauðir fram af hengifluginu enda allt í lagi meðan þeir gömlu standa enn við vegarbrúnina.

Er þetta eitthvað öðruvísi í borgarmálum nei það er ekki svo að mínu mati. Ein alversta kjaraskerðing undanfarið var kynnt með einræðu ábúðarfulls manns á tröppum OR án nokkrar gagnrýnnar spurningar. Yfirmaður kynningarfulltrúans sást ekki enda hættur að brosa vegna þess að menn eru ekki nógu góðir við hann.

Þetta gleður þó hin fáu prósent landsmanna sem að áttu mestan hlut þeirra innistæða sem tryggðar voru þessi aðgerð ein og sér bjargar ávöxtun þeirra þennan mánuðinn, líka gleðjast lífeyrissjóðirnir því þetta lagar stöðu þeirra nú geta þeir kannski lánað fyrirtækinu og fá meira til baka úr þeim lánum sem að þeir hafa lánað til félagsmanna og standa ekki eins berrassaðir gagnvart mistökum þeim sem þeir gerðu. Þökk sé dásemd verðtryggingarinnar.

 Þetta gleður sennilega líka fyrrverandi vinnuveitendur sjórnarformannsins. Sennilega gleður þetta flesta nema hinn almenna íslending sem er þó glaður því að þetta er fínt það er allt fínt bara að fjórflokkarnir komist ekki að aftur jafnvel þó að það verði okkar bani.

Skrítnir þessir Íslendingar sagði Bibba á Brávallagötunni eitt sinn.

Talandi um hroka þá sagðist formaður skipulagsráðs hafa skýrt umboð til að lífga borgina við og gera hana að þorpum og okkur þar með að þorpurum. Þær breytingar sem að hann fjallar um eru allmiklar og ég minnist þess ekki að hafa gefið umboð fyrir þeim.
Því tel ég að það hljóti að vera að settur verði upp vefur þar sem við fáum að segja skoðun okkar á þeim og greiða atkvæði um þær nema þá að hið nýja íbúa lýðræði snúist bara um meiriháttar mál eins og flugeldaskot en hin minni verði útkljáð sem fyrr á lokuðum einkaklúbbsfundum þeirra sem betur vita en við hinir.


mbl.is „Of harkaleg hækkun“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband