Það vekur mér furðu.

Það vekur mér furðu þetta tal um að flokkurinn sundrist vegna þessarar ályktunar. Það er aldrei talað um að hann gæti sundrast ef ákveðið hefði verið að fylgja ESB umsók. Er það þá vegna þess að andstæðingar ESB bera meiri virðingu fyrir lýðræðinu og fylgja þeim niðurstöðum sem að fram koma í lýðræðislegri kosningu. Eða eru fylgismenn ESB frekari en andstæðingar þess. Ekki veit eg það en það er alltaf talað um heimsendi ef einhver stendur í lappirnar gegn því batteríi en aldrei minnst á að niðurstöður í hina áttina gætu líka þýtt klofning og læti. Mér finnst það skrýtið og vera svolítið hlutlægt það skildi þó ekki vera Evrópuhalli í fjölmiðlunum
mbl.is Óþarfi að sundra flokksmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Jón, já ég tel að það séu meiri öfgamenn innan raða ESB sinna en hjá okkur sem viljum standa utan sambandsins.

Ég á bágt með að skilja þessi læti, fullkomlega lýðræðisleg atkvæðagreiðsla skar úr um málið.

ESB sinnarnir fullyrða margir hverjir að þeir sem vilja ekki ganga í ESB séu veruleikafirrtir, öfgaþjóðernissinnar eða þá tengdir einhverjum hagsmunahópum. Ég ásamt mörgum andstæðingum ESB aðildar tilheyrum engum hagsmunahópum né viljum kannast við þessi hvimleiðu persónueinkenni sem þeir kenna okkur við.

Ég er sannfærður um að við sjálfstæðismenn munum standa sterkari eftir fundinn. Það er meira um vert að fylgja sinni sannfæringu, heldur en að hlaupa eftir öllu sem líklegt er til vinsælda.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir margt annað en Evrópustefnu. Ef flokkurinn hefði verið fylgjandi aðild að ESB hefði ég mögulega orðið fyrir vonbrigðum. Ég hefði jafnvel orðið reiður, því ég vil gjarna að mínar skoðanir verði ofan á. En eftir skamma hríð hefði ég sætt mig við vilja meirihlutans og haldið áfram mínu starfi innan raða flokksins. Samfélag byggt á mínum skoðunum verður aldrei til. En það virðast ekki allir átta sig á þeirri staðreynd, margir telja sínar skoðanir þær einu réttu.

Jón Ríkharðsson, 27.6.2010 kl. 21:27

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Hjartanlege sammála það er einmitt þannig sem að lýðræði virkar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.6.2010 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband