Sátt um hvað

Af hverju er endalaust verið að ræða um þessa tvo hópa og að það skapi ólgu í þjóðfélaginu að sá hluti fólks sem lögbrot hefur verið framið á nái rétti sínum.
Mér finnst vanta í umræðu um það hvernig á að bregðast við gagnvart þeim sem að bjuggu til þessi lán og lánuðu þau hvöttu jafnvel til þess að þau voru tekin. Þarf ekki að ræða það hvort að það fólk sé rétta fólkið til að starfa áfram við fjármálagjörninga það er þau sem að það gera. Ég spyr sjálfan mig að því. Ég hef enga trú á því að Íslendingar séu svo illa af Guði gerðir að þeir vilji heldur að allir sökkvi í dýið heldur en að una nágranna sínum þess að fá réttlæti. Það féll hér dómur um að ákveðin hluti samnings væri ólöglegur samningunum var ekki rift að öðru leiti eftir því sem að ég skil best. Þetta verðum við hin bara að sætta okkur við og sækja sjálf réttlæti okkur til handa í stað þess að einbeita okkur að því að koma óréttlætinu aftur á bak nágranna okkar. Ég vil trúa að við höfum þroska til þess en látum ekki afvegaleiða okkur í umræðunni. Hvaða sáttaleiðir hafa þessi fyrirtæki og stjórnvöld boðið viðkomandi einstaklingum? Jú lengri snöru og tilsjónarmenn og svo eru menn hissa á að það sjóði í pottinum nógu lengi er búið að kynda án þess að taka lokið af.
mbl.is Skapi þjóðarsátt um lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: emmz

Af hverju er þessi endalausa umræða um að þeir sem tóku verðtryggð íslensk lán sitji ekki við sama borð? Þetta er jú fólkið sem vildi spila öruggt, s.s. ekki taka sjénsinn á að gengið færi úr skorðum. Þeir sem tóku erlend lán vissu í einhverjum tilvikum hvaða áhætta fælist í því þó svo að flestir áttu ekki von á þessari gríðarlegu hækkun, og allra síst vissi þetta fólk ekki að það væri að bjóða þeim ólögleg lán í þokkabót.

Nú þegar komið er í ljós að þessi lán voru ólögleg þarf að sjálfsögðu að leiðrétta þau hvernig sem það er nú gert, en að bæta þeim það upp sem tóku íslensk lán til að allir séu sáttir er útí hött.

Og ekki má gleyma skoðunum þingmanna og annarra úti í samfélaginu um að þetta sé ekki sanngjarnt fyrir lánafyrirtækin er nú kafli útaf fyrir sig. Eru þetta ekki fyrirtækin sem brutu lögin og stunduðu jafnvel ólöglegar aðgerðir við innheimtun á farartækjum? Fyrir hverja starfa þessir ágætu menn eiginlega?

Ef stjórnvöld koma til með að skerða minn rétt til að fá þetta leiðrétt á einhvern hátt þá mun ég einfaldlega bara leyfa þeim að hirða bílinn.

emmz, 21.6.2010 kl. 15:53

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæll Jón Aðalsteinn. Afstaða fulltrúa "neytenda" hefur ekki verið traustvekjandi frá því að dómurinn var kveðinn upp. Sennilega er embætti hans ekki sjálfstætt, pólitískt séð.

Annars er þessi málsmeðferð í samræmi við elsta herbragð í heimi; ef þér tekst að sundra andstæðingnum verður hann auðunninn.

Kolbrún Hilmars, 21.6.2010 kl. 15:56

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega eins og þú segir: "sátt um hvað ?"

Finnur Bárðarson, 21.6.2010 kl. 16:23

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég var að fara í gegnum bókhaldið mitt. Ég hélt fund einn með sjálfum mér um mín fjármál og það var einróma samþykkt á fundinum sem var þétt setin af mér einum, að afskrifa allar mínar skuldir til bankanna. Þannig að í dag er ég skuldlaus í dag. Þetta er voðalegur léttir og ég er voða fegin....

Óskar Arnórsson, 21.6.2010 kl. 16:28

5 identicon

Hvaða helvítis sátt,þessir glæpamenn voru ekki að leita neinna sátta þegar þeir steyptu fullt af fólki í glötun,það sem á að gera við þessa bófa er að hýða þá á almannafæri síðan að loka þá inni og HENDA LYKLINUM,málið dautt.Innilega sammála Óskari Arnórssyni.

magnús steinar (IP-tala skráð) 21.6.2010 kl. 17:40

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka innlitinn Emil fólkið sem tók vertryggðu lánin eins og til dæmis ég sem tók lán þegar að annað var ekki í boði gleymdu því ekki. Það á síðan ekki að bæta okkur neitt sem að tókum þau lán það er ekkert að bæta. En það á að skila því til baka og leiðrétta sem tekið var með því sem ég kalla ófrjálsri hendi. Það var tekin staða á móti krónunni og fjölmargt annað gert sumt löglegt en siðlaust annað kannski ekki löglegt. Þetta olli því að lánin hafa hækkað langt umfram það sem eðlilegt getur talist og því krefst ég leiðréttingar á því vegna þess það má segja að ég fari fram á skaðabætur vegna tjóns sem að fjármálafyrirtæki og óstjórn hafa valdið mér.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.6.2010 kl. 18:07

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Kolbrún og Finnur ég er sammála ykkur og Óskar ég held ég boði til svona fundar heima hjá mér. Magnús ég verð að viðurkenna að mér langar líka til þess að gera það sem þú talar um.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.6.2010 kl. 18:08

8 Smámynd: Hammurabi

Fyrst þú minnist á að taka stöðu gegn krónunni, þá voru þeir sem tóku lán í erlendri mynt að gera nákvæmlega það, taka sér stöðu gegn krónunni.

Hammurabi, 22.6.2010 kl. 14:29

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Var boðið upp á eitthvað annað hjá lánastofnunum enn að taka söðu gegn krónunni?

Óskar Arnórsson, 22.6.2010 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband