Framtíð fjórflokksins veltur nú á Bestaflokknum

Ég óska nafna mínum og félögum til hamingju með árangurinn og horfi með áhuga til næstu fjögurra ára.
Það veit engin maður hvort hér er alvara eða grín á ferðinni nema frambjóðendur Bestaflokksins.
Ég tel að hjá Jóni sé þetta framboð ekkert grín og hann hafi vilja til góðra verka.
Það er þó athyglisvert að fjölmiðlar hafa látið talsmenn flokksins komast upp með að svara ekki nokkrum sköpuðum hlut það hafa komið fram minni framboð áður sem hafa verið söltuð niður en Besti flokkurinn hefur verið borin á fjölmiðlaörmum í baráttunni og ekki verið krafin neinna skýringa þannig að nú er hann með meirihluta og engin veit í raun hvað hann ætlar að gera. Framkoma fjölmiðla þarna er ekki ósvipuð og hún var gagnvart útrásinni að mínu mati hvað veldur veit ég ekki en þó hafa heyrst hvísl um stuðning úr þeirri átt og öðrum og ekki ósanngjarnt að talsmenn flokksins svari því hvísli. 

Það er mikið talað um að hér séu endalok fjórflokksins á ferðinni ég myndi fara varlega í að segja það í raun gæti hér verið byrjun á endurreisn hans og það gæti verið eftir fjögur ár að Jón Gnarr og félagar yrðu taldir bera ábyrgð á endurkomu gamla valdsins en það veltur allt á því hvernig til tekst í borgarstjórninni.
Það verður mjög athyglisvert að fylgjast með framvindu mála næstu mánuðina og sjá hvernig fer. Fyrir mig sem er á þeim heppilega aldri að ég þarf ekki á dagvistun eða annarri þjónustu að halda nema sorphreinsun skiptir þetta ekki máli en fyrir þá sem háðir eru þjónustu borgarinnar er þetta dauðans alvara og því þarf að láta hendur standa fram úr ermum og ný borgarstjórn að vera mynduð fyrir miðja viku.
Það var í fréttum í síðustu viku að það væru 4 nauðungaruppboð á dag hjá Sýslumanninum í Reykjavík í Júnímánuði þar er um að ræða útsvargreiðendur og þegna borgarinnar ef satt er svo að grípa þarf strax til aðgerða í samráði við stjórnvöld til að vernda þetta fólk því þetta fólk er jú skattgreiðendur borgarinnar og hver skattgreiðandi sem að hrekst úr borginni minnkar ráðstöfunarfé hennar og þyngir reksturinn.

Það er því stutt brúðkaupsnóttin og tími heimilishalds ömmunnar rennur upp áður en næsta helgi gengur í garð og það er sama hvað góð amman er að ef hún á ekki eitthvað til að gleðja lítil hjörtu við og við þá er hætt við að hinar ömmurnar líti fljótt betur út í hugum fjölskyldunnar og að þær sem voru farnar að líta út sem vondar stjúpur verði náfrænkur fyrr en varir. Eru til dæmis margir núna sem halda því fram að aðgerðir Harðar Torfasonar og félaga hafi verið til góðs fyrir okkur borgara þessa lands hann var þó maður fólksins um stund að mati þess. En að vera maður fólksins er hverful staða.

Það veltur því mikið á nafna mínum Gnarr og félögum næstu misserin hvort að hér verður breyting eða hvort að þetta í raun er bara fjögra ára skemmtiatriði í boði hinna margumtöluðu fjórflokka sem síðan stíga fram á sviðið endurnærðir.

Ef einhver heldur að mér séu þessar niðurstöður á móti skapi er ekki svo það versta fyrir borgina hefði að mínu mati verið að Bestiflokkurinn og VG hefðu náð að mynda stjórn það er ekki í spilunum svo að ég er bara ánægður með þetta og spái því að við sjáum borgarstjórn Samfylkingar og Bestaflokksins í einhvern tíma ég spái því síðan að það slitni upp úr samstarfinu því að það er svo með allan gleðskap að hann verður þreytandi til lengdar.

Það alvarlegasta við þessar kosningar er það að nú halda stjórnaflokkarnir í sætin sem mest þeir mega líkt og skipreika áhöfn því þeir hafa áttað sig á því að í þjóðfélaginu geisar óveður sem býður færis á að henda þeim út í ystu myrkur. Því leiða þessar kosningar til lengri valdatíma þeirrar óhæfu ríkisstjórnar sem hér situr.

Til hamingju Jón Gnarr og félagar megi ykkur farnast vel við íbúarnir bíðum spennt því að það er ekkert mikið undir bara lífsafkoma okkar, barna okkar og barnabarna hafið það í huga þegar þið eruð skemmtileg við stjórn boragrinnar að fyrir mörg okkar er afkoma þessara einstaklinga og okkar ekkert skemtiatriði heldur daglegur veruleiki og það er til lítils að setja ísbjörn í Húsdýragarðin ef enginn hefur efni á að skoða hann.

Ég mun síðan fylgjast vel með að Bestiflokkurinn efni loforðið um að fjarlægja aspir úr Reykjavík og helst í næstu viku hér fyrir utan hjá mér.

Kærar kveðjur. 

 

 

 


mbl.is Besti flokkurinn stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband