Það þurfa allir að taka á núna.

Ég heyrði ekki betur en háttvirtur ráðherra segði þessi orð í fréttunum. En það er ljóst að núverandi stjórnvöld skilja ekki orðið allir heldur halda þau sennilega að það þýði þeir sem minna mega sín.

 Ef ég man rétt er nú ekki niðurskurðurinn meiri hjá þeim háu herrum en að ráðið hefur verið í um 50 nýjar stöður tímabundið án auglýsinga setja á óhemju pening í ESB viðræður um aðild sem að meirihluti þjóðarinnar vill ekki sjá það eru settir peningar í að auglýsa upp landið sem er í hverjum einasta fjölmiðli heims nú um stundur og síðan átti að hækka laun seðlabankastjóra en því erum við hænuhausarnir flestir búnir að gleyma.

Nei eina ráðið enn og aftur hjá algjörlega ráplausri ríkisstjórn er að skera niður í velferðarkerfinu Hvernig væri að taka til í utanríkisþjónustunni reka gagnslaus blýantsnagandi möppudýr setja þá sem eru á margföldum eftirlaunum á einföld og þá jafnvel miðað við tvöfalda lágmarksframfærslu sem aðrir landsmenn eiga að lifa á og svo mætti stöðva fjárveitingar í rannsóknir á því hvort að það sé munur á körlum og konum, hvort að rass kvenna til sveita sé stærri en kvenna í borg og ýmsar aðrar óþarfa rannsóknir sem ég leifi mér að segja að megi alveg bíða niðurstöðurnar skipti ekki sköpum fyrir fókið í landinu.

Finnst í raun engum nema mér skrítið ef fréttir eru réttar að það á að veita fé til atvinnulausra námsmanna hér á landi til að rannsaka slit á þotumótorum vegna gosösku skildi Boeing hafa frétt af því. Auðvitað þarf að skapa fólki vinnu en höldum við virkilega að atvinnulaust Íslenskt skólafólk með fullri virðingu fyrir því hafi aðstöðu til að gera þetta en ég viðurkenni að þetta lýtur svakalega vel út á prenti en ég hef trú á að bæði Airbus og Boeing hafi þegar fólk í þessu. Við getum líka veitt fé í að rannsaka  notagildi hjólsins það lýtur líka vel út.

Ég er síðan þeirrar skoðunar að þeir sem nú á að reyna að dæma vegna atburðanna á alþingi eigi að fá harðan dóm ekki fyrir að trufla valdstjórnina heldur fyrir það að hafa stuðlað að valdatöku þessarar stjórnarótuktar.


mbl.is Velferðarþjónustan skorin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, hún lætur ekki að sér hæða þessi ráðalausa og duglausa "ríkisstjórn fólksins".................

Jóhann Elíasson, 15.5.2010 kl. 00:04

2 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Góður að vanda Jón.

Hreinn Sigurðsson, 16.5.2010 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband