First we take Manhattan then we take .............

Þjóðin hefur talað og talað skýrt. Menn geta túlkað þetta á þann máta sem þeir vilja og lamið höfðinu við steininn út í það endalausa en staðreyndin er sú að við berum hag barnanna okkar fyrir brjósti og finnum til ábyrgðar okkar til að búa þeim sem besta framtíð.

Það verður ekki gert nema með ásættanlegri niðurstöðu í Icesave  fyrir þessa þjóð. Það er ekki ásættanleg niðurstaða fyrir okkur að það verði farið í vasa okkar eftir einni krónu vegna skulda einkafyrirtækis. Var okkur boðið upp á Icesave reikninganahér  og þá vexti sem voru á þeim. Ekki varð ég var við það okkur er  hins vegar boðið upp á 2 000 000 króna hækkun á 7 000 000 kr húsnæðisláni, boðið upp á tvöföldun á  verði nauðsynjavara, stórfelda hækkun á eldsneyti, hækkun skatta, húshitunar og svo mætti lengi telja.
Að halda síðan að það sé ásættanlegt niðurstaða fyrir okkur að það eigi að bæta úr vösum okkar tap sem að áhættusæknir sparifjáreigendur urðu fyrir er að bíta hausinn af skömminni. Það versta er að Steingrímur er ekkert einn um það af leiðtogum okkar  að telja það ásættanlegt að farið sé í vasa okkar og í raun treysti ég engum þeirra í dag.

En niðurstaða kosninganna er ótvíræð.
Við viljum ekki borga skuldir gjaldþrota einkafyrirtækis til þess að greiða leið ákveðinna hópa í gleðina á Glæsivöllum. Við viljum tryggja hag barnanna okkar og afkomu þeirra í framtíðinni. Við viljum að farið sé að lögum og samkvæmt áliti þó nokkurs fjölda manna sem vit hafa á málinu ber okkur ekki að borga eyri. Því eigum við að fara alla leið og með málið í dóm það er jú hin rétta leið deilumála. Þá er réttarfarslegri óvissu eitt sama á hvorn vegin málið fer.

Í gær var ég hreykin af því að vera Íslendingur skilaboðin gátu ekki verið skýrari og sá sem segir í dag að ekki sé samstaða með þjóðinni er einfaldlega ekki í jarðsambandi, aftur á móti kom líka í ljós í gær að ákveðin hópur hér innanlands er ekki orðin í neinu sambandi við meirihluta þjóðarinnar og telur sig allt vita betur í dag hlýtur sá hópur að þurfa að spyrja sig hvort að hann eigi samleið með þjóðinni og hvort þeim væri ekki betur komið á grundum Glæsivalla með vinum sínum heldur en hér hjá fólki sem að er svo einfalt að þeirra mati að það setur hagsmuni aflkomenda sinna og þjóðar framar akeyptum erlendum vinskap.

Eins og ég ýja að í fyrirsögninni þá eigum við nú að nýta samstöðuna og sækja fram og það alla leið til þeirrar einu ásættanlegu niðurstöðu sem er boðleg fyrir Íslendinga að borga ekki krónu af dýrmætu skattfé landsins til að bæta fyrir brot og afglöp einkafyrirtækis.

 

 


mbl.is „Vorum nálægt samkomulagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband