Eplin eru súr.

"Hátt hanga þau og súr eru þau sagði refurinn um eplin forðum" í dæmisögu einni.
Líkt fer þeim Jóhönnu og Steingrími nú. Þessir einstaklingar eru einstaklingar í Íslenskri pólitík sem að ég hef lengi borið virðingu fyrir. Þó ekki hafi ég verið sammála þeim hef ég talið þau ötula málsvara lands og þjóðar. En í dag dettur mér helst í hug að ég sé staddur í sögunni af 18 barnaföðurnum úr Álfheimum og hér hafi verið haft rangt við og að við stjórnvöl séu umskiptingar slík er umbreyting þeirra skötuhjúa.
Það má þá kannski vitna í söguna og læra ef henni en til að umskiptin kæmu í ljós varð bóndakona að flengja umskiptinginn sem var í líki bónda hennar. Sennilega þarf þjóðin núna að hýða þau bæði þannig að það komi í ljós hvort að umskiptingar séu hér á ferð í þeirra líki.

Hvers vegna tel ég svo vera, jú vegna þess að fyrir ekki svo mörgum misserum hefði ég lagt höfuð mitt að veði fyrir því að við þær aðstæður sem nú ríkja þá myndu þessi tvö aldrei lítilsvirða þann lýðræðislega rétt sem í kosningum fellst og mæta á kjöstað. Hvernig þau greiða atkvæði er síðan þeirra mál. 

En lengi má manninn reyna og þetta er í raun sorgleg atburðarrás sem kastar rýrð á feril annars ágætra stjórnmálamanna og væri ég stjórnmálafræðingur myndi ég draga þá ályktun að þetta leiddi í ljós að styrkleiki þeirra væri ekki nógur. Þau hentuðu vel til minniháttar stjórnunarstarfa eða stjórnarandstöðu en þyldu ekki það álag sem fælist í því að vera skipstjórar á skútunni.

Fyrir þá sem að síðan trúa því að stjórnin standi nú þéttar saman fyrir þá væri holt að rifja upp hvað Samfylkingin sagði við Sjálfstæðismenn áður en nótt hinna löngu hnífa rann upp fyrir rúmu ári.


mbl.is Jóhanna: Kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég hafði líka mína virðingu fyrir þessu fólki þ.e. Jóhönnu og Steingrími þó ég væri þeim ekki sammála í pólitík . En með þvi að mæta ekki einusinni á kjörstað það breytti minni skoðun á þeim. Enda er ég að blogga um þetta sjálf og eins hef ég sett á facebook skoðun mína á þeim ca 40% sem ekki mættu á kjörstað.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 7.3.2010 kl. 00:33

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já, gamli vinur og skólabróðir, það er dapurlegt til þess að hugsa að örlög þjóðarinnar skuli vera í höndunum á þessu ógæfufólki.

Jóhann Elíasson, 7.3.2010 kl. 00:44

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér Sólveig já óg Jói gamli skólabróðir mér finnst þeim hafa fatast flugið ekki vil ég kalla þau ógæfu fólk en tel að þeim verði flest að ógæfu þessa daganna

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.3.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband