Hvers vegna segi ég nei við Icesave 5 (Sjálfsvirðing)

Eitt af því sem mikið hefur verið notað sem rök með því að borga Icesave er að við verðum að borga til að halda sjálfsvirðingunni. Hvað er sjálfsvirðing? Það er að mínu mati sú virðing sem að maður ber fyrir sjálfum sér og hver maður er, einnig hvernig maður kemur fram við aðra.

Ég fyrir mitt leiti öðlaðist nýja sýn á sjálfsvirðingu mína af drykkjar könnu. Sennilega halda nú lesendur að ég hafi endanlega truflast en málið er það að fyrir mörgum árum stóð ég í búð í Kanada og var að leita að einhverju til að taka með mér heim þegar ég rakst á drykkjarkönnu með mynd af indíánahöfðingja. Þetta var Sitjandi Tarfur, myndin var þó ekki það sem vakti athygli mína heldur orðin sem að rituð voru á hina hlið ílátsins.
Þar stendur „It is not a matter of the years a man has been around or the trail in life he chose to take.. but it is the things he does for everyone that makes a man so great“ Þessi orð hafa á einhvern máta grafið sig í huga minn sem einfaldur sannleikur um hvað skiptir máli í lífinu og viti maður hvað skiptir máli og fari maður eftir því þá öðlast maður virðingu fyrir sjálfum sér og þar með sjálfsvirðingu.

Það er ekki hægt að kaupa sjálfsvirðingu sama hvað mikið fé er reitt fram hún er einungis áunninn. Sjálfvirðingu er hinsvegar auðvelt að glata og auðveldasta leiðin til þess er að standa ekki á sínu heldur láta undan, ekki af því að það sé rétt heldur vegna þess að það er auðveldara. Það getur verið auðveldara í dag að samþykkja Icesave en eftir daginn í dag kemur morgundagurinn síðan næsta ár og næsta, áfram tifar tíminn með sínum þunga nið og 2016 verðum mörg okkar sem í dag stöndum frami fyrir þeirri ákvörðun að leggja þessar byrðar á þjóðina komin undir græna torfu og þurfum ekki að standa skil á gjörðum okkar í nútímanum.
Það þurfa hinsvegar börn okkar og barnabörn að gera þau þurfa að sætta sig við minni þjónustu hærri skatta lengri biðlista og margt fleira og allt vegna þess að við töldum að sjálfsvirðing væri fólgin í því að skrifa undir óútfylltan víxil frá Evrópu.

Fyrir mitt leiti hefur það ekkert með sjálfsvirðingu að gera að samþykkja Icesave heldur þvert á móti. Hefur einhver haldið því fram að einstaklingur sem að lætur undan þrýstingi hópsins öðlist við það sjálfsvirðingu nei þvert á móti hann brotnar veslast upp og leiðist oft á rangar brautir. Standi hann hinsvegar á móti þrýstingnum verður vist hans verri til skamms tíma en með tímanum ávinnst honum virðing og þegar upp er staðið kemur hann út heilsteyptari og sterkari einstaklingur. Sama á við um Íslensku þjóðina það getur vel verið að synjun samninga geri lífið verra tímabundið en til lengri tíma litið er það hið eina rétta að láta ekki kúga sig til vondra verka heldur halda sjálfsvirðingunni þó að á móti blási um stund.

Ég eyddi hluta dagsins í dag með dóttur dóttir minni. Ég hef lært það að láta allt annað lönd og leið fyrir þær stundir sem að mér gefst með henni því þær verða aldrei metnar til nokkur sem mölur og ryð geta grandað.
Þar sem ég ýtti henni í rólunni fram og til baka og hún samkjaftaði ekki talandi um skýin sólina vindinn og fjöllin, skaut þeirri hugsun í huga mér að hún minntist ekki einu orði á Icesave. Það er eitthvað sem að hún hefur ekki hugmynd um, hún getur ekki heldur sagt útrásarvíkingur.
En þó hún þekki ekki útrásarvíking frá girðingarstólpa og kunni ekki að segja Icesave þá er henni samt ætlað að  borga Icesave.

Hafandi hugsað þetta þá skal einhver reyna að segja mér að ég öðlist sjálfsvirðingu við að samþykkja reikning sem að ég stofnaði ekki til, tók engan þátt í að eyða og naut ekki neins af. Að ég hljóti sjálfsvirðingu við að samþykkja hann og hvað þá að gera það á þann máta að framvísa greiðslubyrðinni yfir á börn og barnabörn mín.

Ef einhver öðlast sjálfsvirðingu við það þá er það einhver önnur sjálfsvirðing en ég þekki.

Því krefst ég þess að kosningarnar verði haldnar og ég segi Nei við Icesave og reyndar við mörgum öðrum gjörningum sem nú eru uppi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband