Er sigur mögulegur.

Það skildi þó ekki vera eins og ég ýja að í bloggi í gær að synjun forseta vors sé upphaf á meiri atburðum heldur en menn gera sér grein fyrir það er því að afstaða hins almenna þegns út um lönd sé sama og hins almenna Íslendings það er að almenningur beri ekki ábyrgð á skuldum einkabanka. Getur verið að erlendis geri fólk sér grein fyrir því að ef Íslendingar eigi að bæta tjón það sem græðgi Íslenskra bankamanna olli þá geti það í framtíðinni leitt til þess að sú hin sama alþýða þurfi að greiða fyrir græðgi sinna eigin bankamanna. Það skíldi þó ekki vera að gærdagurinn hafi verið orusta Íslendinga í þeirra eigin Laugaskarði og að enn sé von um sigur ef vel er barist.

Þessar kannanir hafa ekki staðið lengi en væri hatrið eins mikið í okkar garð og okkar eigin Göbbels fjölmiðlar reyna að troða inn hjá okkur væri það strax komið fram. Eina björgunar ráðið fyrir Íslensk stjórnvöld er sennilega nú að nýta nú  allar tölvur ríkisins til að greiða atkvæði með því að við eigum að borga reikninginn svona á svipaðan hátt og sumar þeirra virtust vera notaðar til að gera Indifence undirskriftarsöfnunina ótrúlega.

Það væri nú stjórnvöldum til sóma að viðurkenna að þau eru jafn breysk og við almúginn að tími hins óskeikula einveldis er liðin og öld hins upplýsta lýðræðis var endurræst á Bessastöðum í gær. Þau hin sömu stjórnvöld mun fljótt finna að þjóðinni er eins farið og föðurnum sem slátraði alikálfinum við heimkomu týnda sonarins og stjórnvöld mun öðlast fyrirgefningu en fyrst verða þau að sýna iðrun og yfirbót áður en þau geta fundið sér stað aftur í hjarta þjóðarinnar og þau verða að vinna vinnuna sína.

 


mbl.is Eiga Íslendingar að greiða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það sem fer fram hér á Skerinu er að örlítill hópur fólks sem lítill hópur fólks kaus til að sjá um rekstur litlu eyjunar fóðrar þennan litla hóp á því að það verði að borga skuldir sem alveg obbulítill hópur stofnaði til út í heimi þar sem risastórir hópar fólks lifa.út í þessum Risastóra heimi er ennþá stærri eyja sem kallast Bretland og Rosalega stórt meginland sem kallast Evrópa á því er slatta stór sneið af landi sem kallast Holland og þessi obbulitli hópur var með smá buisness þar og plataði örfáa menn þar til að stofna til viðskifta og lána sér fullt af peningum sem einstaklingar úr risastóra hópnum þar áttu sem sparifé.

Það má spyrja sig að því af hverju þessi litli hópur sem lifir í Þingheimi á Litlu eyjuni okkar sé svona hræddur við að standa upp í hárinu á þessum örfáau mönnum sem stunduðu viðskifti við þennan obbulitla hóp og ætlast svo til að litli hópur fólksina á litlu eyjuni borgi fyrir þá

það þarf fyrst og fremst að taka foringja örfáa hópsins Mr Brown og fara með hann í niður eitt úthverfi stóru eyjunar hans Þar sem lifa eins og álíka margir bara í einni götu þar og á Litlu eyjuni og spyrja hann hvort hann sé svo vitlaus að ef hann láni obbulitlum hópi fólks þar peninga að þá geti hann gert alla götuna ábyrga út af því að obbulitli hópurinn og hann voru að leika sér með peninga litla hópsins og hvort hann sé ekki bara sjálfur rosalega heimskur að hafa lánað þessum obbulitla hópi allt þetta fé því hann myndi ekki gera það þarna en hafi greinilega trúað að litla Eyjan okkar væri Stærri en jhans Stóra heimsvalda eyja

Nei förum ekki að borga skuldir sem Hr Brown átti að réttu að vera löngu búinn að taka þátt í að stöðva en gerði það ekki í eigin heimsku og græðgi því hann tók þátt í þessu eins og allir þingmenn á Íslandi sem eru svo önnum kafnir við að koma Icesave í gegn svo skíturinn og ólifnaðurinn og mútuféð til Samfylkingarfólks og Sjálfstæðismanna komi ekki upp á yfirborðið

Hér er allt á kafi í skít og allir að fela tengsl sín við útrásina hér þekkja allair alla og einhverjir eiga hagsmuni hér og þar og auðvelt að láta gera fyrir sig viðvik ofl þegar við erum svona fá

Guðmundur (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 11:55

2 identicon

Ef íslendingar bera gæfu til þess að standa í lappirnar í þessu máli er von.  Ef við hins vegar látum hræðsluáræóðurinn verða okkur að falli þá er lítil von. 

Margrét (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 12:54

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þetta er rétt við megum ekki láta hræða okkur og eigum hvergi að hvika

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.1.2010 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband